Um allt og ekkert ...

Fuglatíst og kvak berst inn um útidyrahurðina og ekki laust við að ég heyri inn í heim margra!

Kosningar eru einnig á Spáni og áróður og kappsmikið stuðningsfólk keyrir um á svokölluðum útvarpsbílum með tilkynningar!  Okkur var meðal annars boðið í samsæti með núverandi bæjarstjóra, frægur ballöðusöngvari kemur og tekur lagið svo það er spurning hvort maður fari og sjúgi nokkra rækjuheila og sötri ískallt kampavín .....  

Ekki hefur bloggleti hrjáð Frúnna en við lentum í slysi og hugurinn verið móthverfur aðstæðna vegna.

Elsku litli engillinn minn hann Enrique er stundum dæmalaus eins og Denni og tók upp á því að hjóla svo hratt að mér var orðið íllt af tilhugsuninni.  Af þeirri einu sem varð!  Krakkinn steyptist af reiðhjóinu sínu, fékk reiðhjólið í bakið og ljótt gat undir hökuna!  Við vorum að koma frá heilsugæslunni þar sem englinum var hjúkrað sem þó stöðvar ekki óþekktina í honum.

Langamma sagði að óþekkt væri merki um heilbrigði og ég er því þakklát!

Þessi færsla verður svona úr einu í annað þar sem ég er óðamála um allt og ekkert, um ekkert sem er þó eitthvað vegna þess að það er hluti af mér og mínum og kanski hluti af þér sem ert orðinn hluti af mér ......!   

Í hverju er sýn þín fólgin?  

 

Gabriela Labudda er frá Costa Rica
 
Stundum sé ég sjálfa mig svona ... Ég hef svo sterk tengsl við hafið og finnst bragðið af því gott, hefur læknandi áhrif á veikt holdið og leysir úr læðingi tilfinningar þegar þú sameinast orkunni sem umlykur hið eina sanna.  Stundum sé ég sjálfa mig svona, eins og eining í orku!
 Heart

Í gær fórum við út að aka, létum hlýtt loftið leika um okkur og stefndum á byggingarvöruverslun í næsta bæ!  Frúin var að leita að rafmagns - slípara  til að vera DUGLEG, til að pússa niður sólétin tekkhúsgögnin sem prýða sólþakið mitt.  "Sólin er MORÐINGI" sagði Fjallið mitt og við verðum að varast hana .... LoL  Hann er alinn upp í skuggaleitinni og ég í sólarleitinni ....

Ég keypti 2 pennsla til að bera á tekkolíuna og Fjallið sá um slíparann.  Við fórum sem leið lá í TE boð ....  Við hittum góða vini okkar sem við höfum ekki verið nægjanlega dugleg að heimsækja, áttum góða stund, fengum eðal rækjusalat og fengum heimboð til Skejby í Árósum.  Hver veit hvað verður.

  Um allt og ekkert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ aumingja Enrique...fallegt nafn...að detta svona á hjólinu. Man eftir nokkrum svona kollhnísum hjá mínum og hvernig mömmuhjartað skreppur saman við slys hjá börnunum. Vonandi verður allt gott með hann.

Í höfðinu á mér hafa sveimað um tveir fiskar undanfarnar vikur..birtust mér í draumi og urðu svo lifandi í hugmynd og eru nú á leið að fæðast inn í þessa veröld sem aðalleikendur í höndum hafmeyju sem líka elskar hafið mest. Hefur andað því að sér án þess að drukkna. En samt varð ég ekkert mjög hissa að sjá þessa þrenningu birtast hjá þér núna...fer bara að verða daglegt brauð og jafneðlilegt og rækjusalat að ég og þú deilum leyndardómum af öðrum sviðum hðer. Plánetum sem vi heimsækjum þegar efnið sefur.

Mæli með kampavíni og rækjuheilum......eða allavega kampavíninu.

Knús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 11:41

2 identicon

Úff, mikið er nú gott að byltan var ekki verri.

Ég er eins með sjóinn, bý við hann og líður best þannig.  Finnst hálfónotalegt að vera fjarri honum. 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Hugarfluga

Kveðja úr hugarfylgsnum. Blessun til fjallkonunnar, fjallsins sjálfs og barnanna þeirra.

Hugarfluga, 12.5.2007 kl. 15:08

4 identicon

æi, ekki gott að detta og meiða sig. Faðmlag til þín og faðmaðu Enrique litla frá mér.

Sé þig í anda með slíparann, þú duglega kona. -og núna minnist ég þín við sögina, hehe ... manstu sögunaræðið og hamarinn um "miðja" nótt ...

KnÚs í sólina - hér er dásamlegt gluggaveður

Lísa (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 15:45

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Eigðu góðar stundir

Svava frá Strandbergi , 13.5.2007 kl. 02:10

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mín börn duttu og duttu, sem undirbjó undir fullorðnu árin, þar dettur maður líka á svolítið öðrum nótum.

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.5.2007 kl. 05:48

7 Smámynd: Elín Björk

Knús til þín og þinna og á báttið hans Enna litla

Elín Björk, 13.5.2007 kl. 08:25

8 Smámynd: Solla Guðjóns

ÓþekktPabbi minn gerði mikinn greinarmun á óþekkt og óþekkt.Óþekkt að þessu tagi sem Enni framdi hefði flokkast undir fróðleiksfýsn hjá honum.Knús á báttið

Ég er nú að bíða eftir að pallurinn minn verði nógu ÞURR til að bera á hann

Knús á undirdjúpaprinssessu

Solla Guðjóns, 13.5.2007 kl. 13:43

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

TRUFLUÐ mynd og falleg orð sem endranær elsku dúfan mín

Heiða Þórðar, 13.5.2007 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband