13.5.2007 | 15:43
7 stk A4 ....
Barnið er 6ára .... finns leiðinlegt að læra heima .... gerir flest annað en að vilja læra og í dag varð mamma að vera grimm og hrjúf!
Okkur var að spænskum sið boðið í samveru stórfjölskyldunnar og við þurftum að skipta liði! Litli "Tréhesturinn" minn eins og ég segi við sjálfa mig (aldrei við hann) fór ekki i teitið og sat ég eftir með honum. Hann er búinn að fresta heimalærdóm alla helgina.
Í hættu var að missa af fjölskydluveislunni .............. Sem við gerðum
Að missa af bíóferð sem var sárast af öllu ............... Sem gerðist ekki!
Litli engillinn minn sem þykir hundleiðinlegt að reikna, plúsa og mínusa, spítti í lófana með hundleiðinlega og stranga móður sér við hlið og kláraði 7 stk A4 á 2 og hálfum tíma.
Á tímabili var erfitt að greina á milli hvort okkar var að fara á límingum en þetta tókst. Hann fékk matarsendingu frjá Ömmu ástinni sinni, borðaði og fór glaður í bíó!
Ég er svo hræðilega lin sem er slæmt, því ég verð svo hryllilega hörð þegar ekki er tekið mark á mér. Þessi engill hvíslaði að mér með tárin í augunum "mamma sæta" og "mamma góða" og fullt af sætum orðum til að bræða hjartastöðina mína sem sló ísköldu blóði geðheilsunnar!
það er svo merkilegt með að eftir að ég minnkaði vinnuna við mig þá er ég að taka á mun ánægjulegri hlutum eins og að vera virk í uppeldi barnanna minna. Áður fyrr vann ég myrkrana á milli, kom heim til að kyssa góða nótt og hélt áfram að sinna starfinu. Í dag stend ég upp kl. X næ í börnin í skólan og versla í matinn, fer með þau í frístundir etc .....
Ég ætla að njóta þess að vera móðir áður en ungarnir fljúga úr hreiðrinu
Ég vill að litli engillinn minn, læri og klári og geti síðan notið tímans í leik sem er líf og gleðin ein.
Hann kennir mér að kenna honum
Hann veit í hvaða spotta á að kippa
Hann er sá alvitri
Til að finna aðra þarf að snerta eigin hjarta það ætla ég að reyna að gera
og standa mig .......
Heimalærdómurinn var kláraður, gekk brösulega, ég fékk bros og tár í bland .....
Sigursæll situr sonur minn í bíó með systur sælli og föður.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Athugasemdir
Svona eru blessuð börnin stundum.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.5.2007 kl. 16:36
Já njóttu tímans.Þessar elskur fá vængi fyrr en varir.Þessi yndi okkar breytast í sjarmatröll og tæla okkur á ómótstæðilegan hátt,þá er ansi erfitt að standast blíðu orðin og yndisleg brosin
Solla Guðjóns, 13.5.2007 kl. 19:44
Já og yndælt þegar börnin skilja okkur....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 09:01
knús til þín í "baráttunni" þau eru svo yndisleg þessar elskur
bara Maja..., 14.5.2007 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.