13.5.2007 | 17:28
Snerting blíð ...
Snerting er eitthvað það undursamlegasta sem við getum gefið hvort öðru. Tilfinning sem er uppfull af ást og blíðu, snerting sem er gefin af mildu sjálfi! Snerting sem gefur þér hlut í hugarheim þinna nánustu, þeim sem unnir mest!
Þegar tár þitt stríkur vanga þinn og raki þess nærir sál þina eins og þú hafir aldrei gert annað en grátið. Þegar hörund þitt biður um ástina eina og þú sért sá eini sanni, grætur, veitir og gefur!
Hörund þitt nakið, snerting stinn, í heimi ástar er ekki til neitt nema fegurð, hljómur og ilmur þinn.

Niður vanga perlar
Minning ástar
Minning tíma
Niður vanga perlar
Auðævi lífs
Auðævi heima
Niður vanga perlar
Ár eftir ár
Líf eftir líf
Niður vanga perlar
Minning þín
Minning mín
Ástarblikið hreina .....
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:32 | Facebook
Athugasemdir
Það er eitthvað svo ótrúlega ljúft og yndislegt við þessa mynd og færslu. Snerting er sannarlega mikilvæg og getur þýtt svo mikið. Það er líka hægt að snerta mann án þess að snerta mann. Ég get fullyrt það að þú og þín orð og færslur og vinskapur hér hafa snert mig ... og mér líður svo vel.
Knús til þín og hafðu það yndislegt!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 18:23
Tár.Þú ert yndi yndanna
Solla Guðjóns, 13.5.2007 kl. 19:48
Þarf að byrja oftar neðst og vinna mig upp á bloggvinalistanum mínum. Yfirleitt brunnin út á tíma um miðju og miss þess vegna svo oft af færslum þeirra sem eru neðst í stafrófinu!
Heiða B. Heiðars, 14.5.2007 kl. 09:54
Mikið er þetta fallegt Zordís. þú ert engill
Kristín Katla Árnadóttir, 14.5.2007 kl. 09:59
Margrét M, 14.5.2007 kl. 14:24
Mmmm hugljúft, fallegt, yndislegt
takk 
bara Maja..., 14.5.2007 kl. 14:42
Hvaðan kemur þú kona? Úr álfaheimum eða ertu kannski englaryk? Allavega ertu stórkostleg
Heiða Þórðar, 14.5.2007 kl. 17:10
Zordis er gyðja hins góða og hins djúpa...gyðja sem kann að draga það fram í dagsljósið og leyfa öðrum að njóta alltof sjaldgæfrar fegurðar týndrar veraldar.
Takk takk..
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 17:25
dásamleg, þú ert, gefur frá hreinu hjarta, til hjarta.
TAKK
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 17:50
dásamleg, þú ert, gefur frá hreinu hjarta, til hjarta.
TAKK
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.