Viva la Pepa = Áfram Borghildur

Loksins vöknud .....

Loksins komin ....

15 klukkustundir hvad ..... Vid vorum à samfleytt að ferðast í tæpar 27 klukkustundir .... Ákváðum að hafa endasprettinn í einu lagi án þess að gista neins staðar.

Allt gekk rosalega vel, börnin eins og draumur í dós þrátt fyrir stífa keyrslu.  Næst væri ég til í eina sæta svefntöflu þar sem mín svaf lítið sem ekkert á þessu flugvélabrölti.  Ekki laust við að smá flugveiki hafi skotið sér niður en þá var stunduð djúpöndun sem tók frá seljuna sem þó er ekki tengd frú Marnier.  Hvítur poki tilbúinn en stíf öndun kom í veg fyrir óþarfa seldir!

Heim .... heim ..... yndislegt heimili eftir dásamlegt frí.

Það er of snemmt að fara að vinna á morgun þar sem við þurfum að ná svefninum í lag.  Ég mæti sennilega ekki fyrr en eftir hádegi og heilsa upp á yndislega starfselaga.

Við vöknuðum klukkan 13:15 og var sem klukkan væri ekki mínútu meir en 06:30 .... Skrítið hvað tíminn og líkamsklukkan hlusta ekki á heimsálfukjaftæði.  Nú er bara að reyna að sofna snemma í kvöld .................. Spurning hvort það sé eða ekki ....

San Fermin hátíð var í gær en það er alræmt nautahlaup sem er vinsælt norður af spáni, Pamploma og víðar í grenndinni þar.  Við höfum verið á þessum slóðum og séð nautabanana sem eru eins og nútíma Hollywood stjörnur, eitthvað sem litla ég skilur ekkert í en allavega þá er bara gott að koma heim og nú er í nógu að snúast og ektamaðurinn á fullu.  

Ganga frá og vera með brosið ........ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Velkominn heim og njóttu þess að slaka á.

Vatnsberi Margrét, 9.7.2006 kl. 17:35

2 Smámynd: Elín Björk

Já velkomin aftur...ég er ekki enn farin að hringja í þig þar sem ég veit þú ert í góðum félagsskap ;)

Hlakka til að sjá þig, geturðu ekki verið með eitthvað auðkenni á morgun svo ég þekki þig þegar þú kemur? Kannski blómsveig um hálsinn?

Knús yfir til þín*

Elín Björk, 9.7.2006 kl. 19:58

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Hima er best þó gott sé annarstaðar....vonandi jafnið þið ykkur fljótt eftir,,HEIMSÁLFUKJAFTÆÐIÐ"

Solla Guðjóns, 9.7.2006 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband