Kvöldstundin ....

Má segja að þreytan sé yfirgnæfandi, líður eins og ég hafi orðið fyrir þungu höggi!  Get varla sagt að mér líði eins og ég hafi orðið fyrir vörubíl "hit by a truck" .... Stundum er næginleg þraut að fá fallegt fiðrildi á handarbakið, að fegurð þess sé okkur ofviða, að sjá hvernig glæsileikinn smitar út frá sér.

 

Fegurð Fiðrildanna

 

Það er jafnauðvelt að njóta hins góða og meðtaka fegurðina, finna hana skella óhindrað yfir hausamótum okkar og njóta.  Njóta vandlega því sem bíður okkar og taka jöfnum höndum þess fjársjóðar er fer um hendur okkar.

Tími til komin að staldra við, horfa í augun á sjálfum sér og snerta jörð.  Ólýsanleg fegurð mætir okkur jafnan daglega án þess að við tökum eftir henni.  Sólarupprásin, lótusblómið og ilmur hans, brosið sem mætir þér á förnum vegi, svo margt að endalaust væri hægt að telja upp .... heimsins fegurð er gífurleg, svo sterk og geislandi.  

 

Spegill Galadriels

 

Ekkert er bara fegurð og glæsileiki í þessum heimi því ljótleikinn er skammt frá og engin fegurð er svo skörp að ekki falli skuggi á lífið.  Vandasamt og alls ekki auðlifað.

Megi hið góða afl lýsa leiðina okkar allra á þann eina sanna veg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Ef lífið væri dans á rósum þá kynnum við ekki að meta og njóta né greina á milli.

Solla Guðjóns, 21.5.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alltaf tvær hliðar á öllum peningum.....

Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2007 kl. 00:21

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Galdurinn er að sjá það fallega sem býr í ljótleikanum. Var einmitt að hlusta á ágætis fyrirlestur sem fjallaði einmitt um að ekkert er til án andstæðu sinnnar..allt fallegt og gott á sér skuggabirtingarmynd sem er okkur alveg jafnnauðsynleg og hin....að vera þar í miðjunni í jafnvæginu....vitandi hvað er hvað.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.5.2007 kl. 07:26

4 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitsknús

Ólafur fannberg, 21.5.2007 kl. 07:50

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Zordís mín vonandi ertu glöð í dag, lífið er ekki dans á rósum því miður.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.5.2007 kl. 09:38

6 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Svona er lífið, upp og niður. En eitt er víst þ og þér tekst að orða hlutina vel og myndirnar sem fylgja þessum góða texta eru ekkert minna en frábærar.

Vonandi áttu góðan dag. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 21.5.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband