Kossagaldur, froskar og svínseyru!

 

Galdur í hjartanu .... Galdur og töfrar eru heillandi og spennandi þáttur verunnar.  Hvað, hvernig  og hvenær notum við hæfileikann okkar.  Af hverju og afhverju ekki?  Mannskepnan býr yfir hættulegu tæki, vopni sem getur töfrað og tælt = mannshugurinn!  Það er nákvæmlega það, kæru vinir!  

Í dag er sólin búin að skína, hjartað búið að tifa og tár búið að bleyta vanga minn.  Gleðitár sem verður metið á himnastöðum sem gefur sóblómi líf er glæðir brosandi hjarta á öðrum stað á jarðkringlunni.

Englar og álfar eru í liðinu og einn og einn galdraköttur og nokkrar leðurblökur .... Góðir félagar er fylgja okkur áfram, afturábak eða þangað sem við sækjum!  Hver er það sem stjórnar?  Spurning að láta vel að stjórn og njóta augnabliksins.  Vera sanngjarn og heiðarlegur í sinni.  Geta séð það góða þótt líðan sé ekki sem best og þegar allt er undurljúft og blítt að veita þeim sem minna mega sín stuðning og gefa af sér með þeim hætti er við treystum okkur til og getum.  Í pottinn sem bubblar í eldhúsinu hef ég sett gamla kossa frá gömlum kærustum, froskapunghár og eyrnamerg úr svíni.  Afbragðs seiður til að bera á varir, til að hvísla ástarorð í eyra!

       Vera manneskjur og gleðja!

Tvíburakonan e. Katrínu Snæhólm Ég er svo glöð að hafa fengið fallega mynd frá bloggvinkonu minni Katrínu Snæhólm, myndin er yndisleg og nú á ég myndina sem ég óskaði heitast eftir.

HeartHeart þakkir elsku Katrín ....  Ég fékk æðislegar fréttir hjá englakonunni minni í dag!  Ekkert sem ég ekki vissi en staðfestingu á vissu minni og áætlun.  Það var svo sniðugt að englakonan sem er frá Kanada sá svo margt sniðugt og sem dæmi kom hún á sýninguna okkar, sameiginlega sýningu sem við höldum e. rúmt ár!

Visualize and it will be yours!  Ég er búin að spekulera mikið í Science of mind og hef verið að gera tilraunir sem hafa heppnast!  Ætli kona væri ekki brennd á báli í dag eða hálshöggin fyrir æfingar sem mínar einhverjum öldum fyrr .....

Ég er eiginlega dofin, fékk heimsókn að handan og er glöð og döpur.  Tvær ólíkar tilfinningar er kitla sömu taugar!  Blóðið mitt er eitthvað skrítið en með vænni íhugun lögum við það!  Óþekkt drengsins míns hefur ekki áhrif á mig, suð um teiknimyndagláp og söguhetjan er chin chan, ein hrikalegasta fyrirmynd sem móðir drengs getur hugsað sér!  Minn ungi herramaður hefur tekið upp á ýmsum ókostum hans út á götu sem er ekki í frásögur færandi!  Það er á þessari stundu sem maður þakkar guði fyrir heilbrigðið, fyrir það að finna til, fyrir það að taka þátt í brosi og tárum þessara litlu yndislega barna!

Georg Clooney er í fréttunum ..... kanski ég kyssi Fjallið og segi honum hvað hann sé yndislegur og frábær og góður og sætur karl!  

Varirnar á mér eru dofnar og hafa tekið létt lilluðum lit, kanski vegna seiðsins sem ég var að bera á mig .... vonandi virkar það á lífsförunautinn minn, sálarfélaga og hálfu appelsínuna eins og Spánverjarnir kalla "media naranja" .... Ég er sannarlega með minn sálufélaga og erum við búin að eiga þokkalegar stundir saman í gegn um líf og líf og líf og líf!

FROSKAPUNGHÁR ... nehhhhh 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér líst vel a þennan seið sem þú bruggar í eldhúsi þínu frú Zordís. Í mínum bæ er torg og á þessu torgi voru enskar nornir brenndar. Alvöru nornabrennur og leiði þeirra þriggja síðustu sem brennd voru eru´beint fyrir ofan kaffihúsið mitt. Það búa miklir mættir í huganum..það er alveg rétt og betra að hafa þar englabirtu en skugga.

Mér sýnist að sálusysturnar eða tvíburakonan muni una glöð við sitt hjá þér....og spennandi að englakonan sé búin að sjá sýninguna sem við erum að undirbúa..ha?

Hefði viljað vera leðurblaka í hári þínu þegar hún sagði sögurnar.

Froskapunghár..here I come!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.5.2007 kl. 19:38

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg mynd eins og þú góða Zordís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.5.2007 kl. 21:15

3 Smámynd: Margrét M

galdrar eru sannarlega heillandi

Margrét M, 25.5.2007 kl. 09:26

4 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Já rosa flott mynd! Hvernig ætli sé að láta brenna sig á báli?? Jik.

gerður rósa gunnarsdóttir, 25.5.2007 kl. 09:35

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er dásamlegur og seyðandi teksti, og þú ert dásamleg ,annvera. lífið er upp og niður, og börn eru upp og niður

 Georg Clooney átti svín í 20 ár sem svaf í rúminu hans og var besti vinur hans. þess vegna finnst mér GC frábær.

http://film.guardian.co.uk/news/story/0,,1964911,00.html

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.5.2007 kl. 10:39

6 Smámynd: Solla Guðjóns

HUMMMM Þórdís hlæ og hlæ..........2-3 nöfn á gömlum kærustum frá þér dúkka uppvar að lesa þetta fyrir Pálmason og sá þá að ég hfði verið smá fljótfær......hélt það væru punghár af gömlum kærustum...samt sem áður

Solla Guðjóns, 25.5.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband