14.7.2006 | 19:56
Selvogurinn og sumarbústaðaland ....
Undarleg kreppa virðist læðast upp eftir ávölum kroppnum. Hugur reikar að Strandakirkju og þeim Vog er Selir hafa væntanlega sniglast að. Máttur og öfl gríðarleg og fólkið skrítið sem skepnan ber!
Íslandsástin til staðar og raunveruleikafyrrt konan horfir inn í framtíðina, hún horfir ástleitnum augum á herramanninn er sagði já, hún hugar að börnum sínum er eru hvert öðru fallegri og ljúfari og sest inn í nýjann ástarrauðann mercedes bens bílinn sinn. Hún skrúfar niður þakið á bílnum, lítur í spegilinn og litar varir sínar í stíl við húddið!
Hún er komin til að vera í þeim heimi er guð ól hana inn og kveður ekki fyrr en uppskriftin verður fullkomnuð að handritinu.
Lífið er fullkomið í heimi þeirra er geta horfið frá.
Í minningunni var Trabantinn góður þótt að hljóðkúturinn væri farinn, maturinn góður þótt kryddið hafi vantað og lífsgleðin söm þótt peningatréð gæfi lítið af sér .............
Hamingjan ert þú og ég!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Svo hann er rauður!!!
Elín Björk, 14.7.2006 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.