26.5.2007 | 16:03
Alein, tandurhrein samanvafin í sófanum ....
Ég kyssti sólina og hún hvíslaði leyndarmál í eyra mitt. Ég er rjóð í vanga,heit um allan kropp. Sólin hitar og vermir í senn hjarta og hug.

Þegar ég verð lítil, svo agnarsmá að ég get svifið svo undurlétt í ljúfri golunni. Þá kem ég aftur til þín og við skröfum um samveru, um líf þitt sem er svo vænt.
Ég er týnd, finn mig hvergi og í sjálfri mér finn ég urgandi blak fiðrildavængja. Ég finn fyrir nýrri tilvist sem ekki er hægt að sjá né snerta. Tilfinningin er það eina, blásaklaus frammi fyrir eilífðinni segi ég takk fyrir mig.
Í einni svipan hefur tíminn tekið tár, sinn toll og gefið af þeirri rausn er við sjálf gáfum. Lífið hin blómlega rós sem hjartað dælir allt um kring. Í dag sit ég alein, þó ekki með rautt í glasi eins og myndin er fylgir með. Ég sit alein og hugleiði ljómann er mætti mér.

Ég get fátt annað en hugleitt, niður vanga perlar mitt selta tár, þrútið geisla þess er gaf. Lífinu er ég þakklát því spori er tek, lífið er enginn annar en hulduher sjálfsins. Orð mín eru elskan í sál minni sem hvort um sig gleðja eða meiða.
Einfeldni .... þráhyggja ..... allt er svo gott, þar til það versnar!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Mjög fallegar myndir hjá þér Zordís mín
Svava frá Strandbergi , 26.5.2007 kl. 18:58
Tek sko undir það. Þú er snilldarlistakona, elskan mín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2007 kl. 19:43
Ég tek undir mjög fallegar myndir Zordís mín
Kristín Katla Árnadóttir, 26.5.2007 kl. 20:54
"Allt er svo gott, þar til það versnar ... " - þetta finnst mér frábær speki!
Góða helgi, sæta dúlla, til þín og þinna!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 22:09
Sorg, leiði, eftirsjá, eftirvænting, þakklæti. Takk fyrir þessa túlkun, kæri sveitungi og vinur!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:21
Litróf lífsins, skuggar og ljós, tilfinningaskalinn og hugsunin sem skín í gegn og birtist svo í olíulitum á striga. Innra líf konu og orkublús. Eins og að fá að vera getur í þínu lífi Þórís mín..en svo endurspeglar það allt í manni sjálfum um leið. Samhljómurinn sem býr í okkur öllum. Ding
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.5.2007 kl. 09:04
Flottar myndir og texti í stíl við þær. Þú ert sko listakona, engin spurning. Einhvernveginn hlýnar manni um hjartað þegar maður les bloggið þitt, það er svo einlægt. Tilfinningin er það eina, segir þú. Stundum er það þannig að tilfinning er það eina sem við getum virkilega stólað á. Takk fyrir mig,
þetta er frábært. Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 27.5.2007 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.