Galdraðu vegna þess að þú ert engill .............

.......... "Mamma galdraðu mig stórann vegna þess að þú ert engill"  Fátt um svör en fyrr í kvöld var spurt.  "Mamma ef ég gifti mig ekki, get ég þá ekki eignast börn"  

 Ég er 5 ára næstum SEX.  Byrjaður að spá í það sem ég vil.  Nýkominn frá Brasil og felldi hug til tvítugrar konu, SEM pabbi er í msn sambandi við.

Móðirin "moi" er pollróleg og svara eftir bestu getu spurningum sonarins.  Litli dýrðlingurinn minn heimtaði klilppingu áðan, NÚNA vill ég klilppingu mamma svona eins og alltaf.  WOW, hann vill helst vera með mikið og allt of flóki hár en allt í einu vill klippingu.  Vill hana núna og ekki á morgun!  Mín ekki í stuði að brýna hnífinn svo drengurinn fær enga kllippingu, veit að hann getur eignast börn án þess að gifta sig og á mömmu sem er engill og tímir ekki að stækka hann vegna eigingirni sinnar.

Hann er klárlega viss um að móðir sín sé Galdra Engill og geti bjargað öllum heiminum ef því er að skita!

Dásamlegt eða Yndislegt eins og Sigurlaug hans Gunnars heitins hefði sagt á kóræfingu og það eru orð að sönnu.  Sigurlaug þú færð hjartans kveðjur frá Spáni!

Elska að eiga börn, þakka Guði fyrir þá gleði er hann hefur veitt mér og líka fyrir þau vonbrigði er hafa poppað upp því annars væri ég eins og rispuð plata ........  Hasta Pronto! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Börn eru allra best,svo einlæg,dýrðleg,óþekk og óþolandi og maður elskar þau út í eitt....og þau okkur.

5.ára ástfanginn púki sem vill sjæna sig,,,ath.með giftingu og barneignir er barasta kostulegur....

Solla Guðjóns, 17.7.2006 kl. 12:10

2 Smámynd: Elín Björk

Ég gæti allt eins von á að þú hafir orðið við bón drengsins...thíhíhí....

Þau eru dásamleg þessar elskur...þegar þau nenna ;)

Elín Björk, 18.7.2006 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband