28.5.2007 | 19:58
Undarleg ... Tignarleg ... Hlátursmild
Fjölbreytni gerir daginn áhugaverðan fremur en verkið sem er misskemmtilegt! Mín var vöknuð fyrir allar aldir eins og heldri frú sæmir, tilbúin að takast á við daginn ... hlakkaði til!
Við vorum 4 frækin og héldum af stað, Heill karlmaður og 3 ofurskvísur. Vinur okkar sagði við dagslok að sér hefði svei mér þá liðið eins og leigubílsstjóra þar sem kvennsurnar spáðu og spekuleruðu í reðurstærð sem annari handavinnu .....
Útbíuð og ógissssleg kom svo kerlingin heim, lá í símanum og smellti sér í sturtu rétt fyrir viðtal sem var á dagsrká kl.1830 ... Mikið rosalega er ég þreytt, er með tak í baki, doða i höfði og dæsi eins og búrhveli sem leiðist ógurlega. Mini - me leiðist ekki heldur hefur þungan andardrátt þar sem ég er í raun að prófa heilun með físilegum andardrætti.
Anda frá mér verkinn, anda að mér gleðinni og auka súrefnismagn líkamans. Anda Inn, Anda Út! Í hvert sinn anda ég inn fögrum lit og leysi þreytuna út .... Ég ætti að leggjast í þerapíustólinn minn og stilla kristöllunum og steinunum mínum á orkustöðvar eftir því sem við á og búrhvelast smá frameftir!

Það sem einkennir daginn er samvera með ljúfu fólki, samvera án orða sem réttast væri að kalla nærveru. Ökuferðin geislaði hins vegar að víðfemdum (finnst eins og þetta orð sé til en leiðréttið mig ef ég fer með rangt) umræðum .... Þreytt og alsæl kveð ég ykkur eins og í hinnsta sinn .....

Ég hvet ykkur öll til að kíkja á síðu Katrínar bloggvinkonu og skoða smásögurnar sem taka þátt í ævintýrasögukeppninni .... Kíkið á síðuna hennar en hún er áttunda, talið að ofan!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Takk Þórdís mín...endilega að fá sem flesta til að koma yfir og njóta ævintýranna sem þú og aðrir skrifuðuð...mjög flottar skemmtilegar og fjölbreyttar sögur
sem komu að þessu sinni mín þreytta mær. Sendi þér galdragolu yfir hafið og klingjandi nýja orku sem ég var að uppgötva í sálarspeglinum. Nú eru hlutir að gerast get ég sagt þér....fæðast skulum við heldur segja.
Víðfemum???
Knús til þín....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.5.2007 kl. 20:11
Ég er búin að gefa Katrínu comment en Zordís mín þú og Katrín eru frábærar.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.5.2007 kl. 22:16
Knús til þín fagra mær.
Svava frá Strandbergi , 28.5.2007 kl. 22:27
Elskan mín, hvað varstu að bardúsa svona mikið? Hvert fórstu og með hverjum? Gott að eiga svona therapíustól; það er snilldarhugmynd. Good luck & good health!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.5.2007 kl. 22:56
Takk fyrir þitt atkvæði Zordis
Ég ætlaði að kjósa Önnu og þig, þar sem þið gáfuð mér atkvæði - en ef einhver vafi leikur á því, þá átt þú alltaf mitt atkvæði víst 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 23:35
Góðan dag Zordis. Ég rétt kíkti inn hjá Katrínu til að líta á ævintýrasögurnar, þessi hugmynd er frábær og færir fólk nær hvort öðru. Bloggið verður að manneskjum, ég vissi ekkert um þessa sögukeppni fyrr en núna. Sumt hef ég lesið en ég ætla að lesa betur seinna, tíminn er að hlaupa frá mér.
Mér finnst þetta orð, ,,Víðfemdum" sniðugt og passa ágætlega. Myndirnar flottar að vanda. Bestu kveðjur.....Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 29.5.2007 kl. 10:13
innlitskvittur
Margrét M, 29.5.2007 kl. 15:55
Hæjj spræka spánarmær
las eitthvað af sögum og komst að niðurstöðu:moggabloggarar eru með hið þokkalegasta ímyndunaraf
Solla Guðjóns, 29.5.2007 kl. 17:10
Alltaf sama yndislega útgeisluninn sem þú sendir og glettni og kærleikur frá þér skvísa
Ætla að gefa mér betri tíma til að lesa smásögurnar.
Vatnsberi Margrét, 29.5.2007 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.