Í hæstu hæðum ....

Ég verð fráhverf"ari" með degi hverjum.  Axla heimsins ábyrgð alein og langar að leysa vanda allra.  Leysa vanda sem ég get ekki leyst þar sem það er ekki mitt verkefni né í mínu valdi að gera.  Mig langar samt að geta gert betur og borið heiminn á herðum mér sæl og þakklát heiminum.

Þegar þú gengur út frá því að fólk hugsar og framkvæmir eins og þú verða vonbrigðin jafnan nær! 

Á svona stundu er fósturstigið ákjósanlegt, svífa inn í heim þar sem hlýjan og festan hlúir að líkama þínum.  Heyra hjartslátt móður, vera heill í öðrum!

Þú

Kanski ég hverfi bara inn í heiminn minn, þann eina sem er öruggur og góður, verði einhverf inn í mér og ruggi mér örlítið í lendunum og svo sný ég mér í hring .... hlæ og læt mig svima.

1, 2, 3, 4, 5 DIMMALIMM .....  Gangurinn var langur og breiður inn í höllina hennar ömmu mús og þar lékum við okkur barnabörnin í ýmsum leikjum!  Myndastyttuleikurinn var oft leikinn og mikið fjör og læti í höllinni.  Fyrir utan man ég eftir tröllinu sem elti mig upp innkeyrsluna og konunni í húsinu við hliðina á sem var með eitt auga málað en hitt natural! 

Fjársjódur, kista minninga

Í kistu minninga geymi ég brot úr ævi endur fyrir löngu, líf fyrir líf og öldinni einu.

Slepptu hönd þinni ljúfa barn, láttu þig svífa niður ...... undurfögur tilfinning lifnar við það að sleppa.  Beislin hverfa og sameining náttúru snertir hold þitt.

Af jörðu ertu komin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 2.6.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: Gunna-Polly

Gunna-Polly, 2.6.2007 kl. 13:00

3 identicon

Það er ekkert smáverk að leysa vanda allra í heiminum, elsku dúllan. Byrðin er rosaleg ... en þörfin rosalegri. Maður finnur fyrir þessu og það er akkúrat öryggið í fósturstellingunni sem huggar mann oft. Hjálparleysið fylgir og það er þrúgandi tilfinning fyrir mig - og eflaust alla aðra. Mismikið.

Knús knús frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 14:50

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Að vera með heiminn á herðunum, er ekkert smámál. Meira að segja lítið brot af honum er meira en nóg, þó að það tilheyri manni sjálfum. Það er stundum freistandi að flýja, eitthvað nógu langt, en það sem er verra maður fylgir allaf með í pakkanum sjálfur, hvert sem maður fer. En það er frábært að vita af einhverjum sem er tilbúin að vera til staðar og taka þátt í tilverunni með manni. Frábært. Knús til þín, Zordís.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 2.6.2007 kl. 15:49

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ahhhh mig langar ekki í móðurkvið..mig langar út í heim...ein!!!! Algerlega alein og þurfa ekki að tala eða mala við einn eða neinn. Bara hugsa og gera mína hluti á minn hátt...meira vesenið að þurfa alltaf að eiga samskipti og vera partur af einhverju..það er bara lífsnauðsynlegt stundum að fá frið til að hlaða batteríin á sinn eigin máta..ha?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.6.2007 kl. 16:22

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Zordís mín; vertu kát og vertu pínulítið eigingjörn. Hugsaðu um þig og þinn heim og hvað þú getur gert - fyrir þig og þína nánustu. Þú getur alveg haft það móðurkvið eða ömmufaðm í huganum! Faðm frá mér til þín.  Þetta ráð var i boði Eskfirðings.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.6.2007 kl. 17:19

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi þú ert æði.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.6.2007 kl. 17:44

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú er hér með ráðin til að leysa allan minn vanda elskan.

Heiða Þórðar, 2.6.2007 kl. 23:53

9 Smámynd: Elín Björk

Knús til þín elsku vinkona  Ég vona þú eigir allavega yndislegan sunnudag í faðmi fjölskyldunnar.
Smúts

Elín Björk, 3.6.2007 kl. 09:11

10 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Vatnsberi Margrét, 3.6.2007 kl. 11:28

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég vildi gjarnan vera fóstur í móðurkviði, líta heiminn í fyrsta sinn og eiga alla ævina framundan.

Svava frá Strandbergi , 3.6.2007 kl. 17:19

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

best að gera ekki væntingar til neins, það er nefnilega svo rétt að vonbrigðin verða svo mikil þegar þær væntingar standast ekki, lífið er samt of stutt til að være ked af det ! sjá átök sem möguleika, það reyni ég alla daga.

knus og lys mín kære ven

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.6.2007 kl. 06:00

13 Smámynd: Margrét M

knús

Margrét M, 4.6.2007 kl. 08:32

14 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Knús og kossar

Vatnsberi Margrét, 4.6.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband