19.6.2007 | 16:12
Happý gó lökký ....
Eitthvad hefur frúin verid ad grugga í gómlum skissum og formum ..... lítid sem ekkert hefur andinn audgast en ýmislegt var ritad og rissad á sínum tíma! Ég fann ýmislegt, sumt betra og annad verra en sumt!
Grenjandi krakki situr í stiga, öskrar skipanir sem engin hlustar á! Hvar laerdi hann zessa adferd, hjá mér, í skólanum, HVAR? Ég trúi zví ekki ad ....... "koddu mamma, ..... mér leidist, ....... kaupum ís, .... aej mamma, mig langar svoooo í ís! koddu mamma, ég lofa ad vera gódur ....." Fótum er sprikkkkkklad og örvaenting zessa fagra drengs slaer nidur í hjarta módur sem elding.
Í hádeginum í dag lét hann ílla, hann vildi fara sinn veg en vard ad lúta haldi heldur leidinlegra foreldra. Moi, útskýrdi fyrir honum eftirfarandi;
Zegar zú minn kaeri ljúfi sonur laetur svona ílla, svona á zinn sérstaka hátt, blaedir sár í hjarta módur zinnar! Zad er vont ad finna sársauka hjartans tilfinninga, zad er svo vont!

Börn eru börn og foreldrar zurfa líka ad taka tillit til barna, zad vil ég gera en á zessum óskiljanlegu forsendum ......
Lífid er, Ástin sem er lífd, án hennar erum vid eitt, ekki neitt!
Lífid er ástin sem er án alls annars einveran zess ad vera ekki neitt,
í heimi ein, án einskis.
Hitazrunginn dagur er kallar á hafid, hér sit ég ein med nidurdregna hlera til ad ná skjóli hitans er laedir sér inn. Nú vaeri gott ad vada í volgan sjóinn án zess zó ad ata sig út í sandinum.
Happý gó lökký er sennilega málid!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Litlir óþekktarangar...hvaða foreldri þekkir það ekki...fallleg ómótsæðileg augu sem ýmist eru biðjandi eða með vandlætningu...sömu augun sem ljóma af ást og gleði.Á tímabil fannst mér mín börn yndislegust þegar þau sváfu
Knúsluknús
Solla Guðjóns, 19.6.2007 kl. 18:03
Oh ég þekki þetta með börnin,maður verður víst að vera þolinmóður við þau. Mikið áttu gott að vera í svona góðu veðri. Okkur þykir nú heitt hér, 10 til 20 stig. Það var sól annarslagið í dag.
Kristín Katla Árnadóttir, 19.6.2007 kl. 18:23
Ég kannast svona svoldið við þetta..hehehe..Og oft á tíðum finnst mér börnin min vera þau bestu og yndislegustu og mjög oft er það á meðan þau sofa..hehehe
knús knús
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 18:38
Littla krúttið
hehe
Takk fyrir póstinn (í raunheimum) - æðislega flott hjá þér og snilldarhugmynd
enda ertu snilli!
Risakremja
Lísa (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 18:54
Ég geri ráð fyrir að sköllóttur maður eins og ég þurfi að vera vel smyrslborinn á höfðinu eða gangi með derhúfu, ef maður ætlaði að lifa einn dag úti í svona hita. En volgur sjórinn hljómar vel, sangría líka, kaldur bjór freistar mín oft og næstum hvað sem er að borða
Ég fæ mínar prinsessur í ágúst ... 10 og 12 ára ... það verður vonandi lítið öskrað samt ...
Knús að norðan!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 22:17
Já, happy go lucky er málið, Zordís mín. Kúnstin er bara að kunna að iðka það ... og í dag er reynt á þolrifin í þeim efnum hjá mér. Ferskur andvari til þín frá ísalandi.
Hugarfluga, 19.6.2007 kl. 23:31
Börnin mín á morgnana og krakkarnir á kvöldin, mamma sagði þetta stundum. Dagarnir geta orðið býsna langir þegar orkumikiklir, sjarmerandi krakkar eru búnir að ærslast allann daginn. En þau eru svo yndisleg og tíminn líður, eins gott að njóta þeirra.
Kveðja....Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.6.2007 kl. 12:19
þessi blessuðu börn er oft ekki auðvelt, en sem betur fer lagast þetta oftast.
ljós í hitann bak við tjöldin og læðist til þín, ég sit með ýlfrandi hungerpi sem vill fara út að hrekkja aðra hunda, hann heitir Lappi tappi
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.6.2007 kl. 17:51
Myndirnar þínar eru allar mjög "impressive" og gaman að skoða.
Takk fyrir þæa á netinu. Einnig takk fyrir að fá mig sem bloggvin þinn
Toshiki Toma, 20.6.2007 kl. 18:46
Elskan mín, tekur því nokkuð að vera með áhyggjur af börnunum, maður gefur þeim bara allt sem maður á og svo eru þau allt í einu orðin stór og horfin! Lífið er bara tímabundin ráðstöfun, ekki satt?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.6.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.