29.6.2007 | 16:52
Logsuðutæki óskast og eitt stk. mótórhjólapróf .....
Það er málið að kaupa græjur til að logsjóða, svei mér þá! Get verið í kjallaranum að æfa mig lon og don og hver veit hvað kemur út úr afrakstrinum .... ! Svo þarf ég að næla mér í hnullunga og þá helst íslenska .... humm. Ég veit að marmari frá Italiu er fluttur til Íslands svo það er spurning að flytja bara íslenska náttúru til Spánar, er það ekki?
Föstudagur sem leggst vel í mig þó að vinnudagurinn sé öllu lengri en gengur og gerist þar sem verið er að laga internet bilun í póstkerfinu hjá mér! 1200 bréf er stökk einhversstaðar en ég er hér sallaróleg og finn fiðring sem mig langar að uppræta.

Ljúf Ást er olíumálverk sem prýðir nú tækifæriskortaseríu
Já þar sem ástin er mér hugleikin alla daga þá langar mig að óska ástar til þín lesandi góður. Með ástinni eru okkur allar leiðir færar, okkur líður betur og afrekum oft ótrúlegustu hluti þegar ástin svífur yfir hausamótm okkar.
En, að öðru .... mig langar, mig langar svo að lyfta mér á kreik ..... nei í alvöru, það kom til tals hjá Fjallkonunni og Fjallinu hennar að það væri "bara" sport að aka um á mótorfák og þar kom vel á vondan þar sem Frúin á bænum hefur ekki leyfi til að aka slíkum.
Er einhver að selja gamalt skirteini? Eða veit einhver um huggulegan mótorkennara sem tekur að sér Fjallmyndarlega konu í kennslu. Já, alltaf nóg að gera í þessum glókolli mínum.

Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ekki þyrði ég að fara á þennan fák, sonurinn er að fara að hjóla á vespunni. Ég ætla að keyra á undan syninum hann er að æfa sig.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.6.2007 kl. 17:02
Þú getur fengið koppíu af mínu mótorhjólaskírteini :) Og logsuðutæki: hef einmitt verið að spá í því sama. Horfi ástúðaraugum á öll slík sem ég sé í uppáhaldsbúðunum mínum, þ.e. járnvörubúðum og tékka á öllum verðum. Reyndar aðallega rafsuðutæki. Ég rafsauð einu sinni heilan kranapall. Var sko að vinna á svona málmverkstæði um tíma. Lærði líka að logsjóða og rafsjóða og tikksjóða og allskonarsjóða einhverntímann. Var í einhverju málmiðnaðarnámi. Þetta er rosa gaman. Ótrúlegt hvað málmur er lifandi efni. En svo verður maður líka að fá sér allskonar meira málmvinnudót til að geta skorið og pússað og svona ... Mig langar sko í svona verkstæði með verkfærum og græjum af öllum gerðum ...
Æ nú fékk ég óvart mál(m)æði.
gerður rósa gunnarsdóttir, 29.6.2007 kl. 19:49
Á iðnbraut í ellefta bekk,,,fimmta bekk..vá hvað ég er orðin old...þessi heiti eru ekki til í dag.....en ok ég var sem sé í málmsmíði og lærði ekki neitt nema að það er mjög varasamt að vera með strákum í þessari grein..þeir fundu sig máttugri en okkur Viggu með þessi eldspúandi tæki.
Solla Guðjóns, 29.6.2007 kl. 20:29
Ljúf ást eftir þig hangir í flottum ramma hjá mér...ég tímdi ekki að gefa neinum það og rammaði ástina inn og annað til.Svo er náttla ljúf ást útum allt
Solla Guðjóns, 29.6.2007 kl. 20:33
Falleg mynd...ég er líka að hugsa um að fara að hjóla um sveitir og keyra á frábæra staði með kraftinn milli....
Jamm!!!
Logsuðutæki kveikir elda kona....heyrumst darlingið mitt. Ég er alveg að vakna úr djúpum draumi sem er búinn að fara með mig um víðann völl. Svo gott að vera nývöknuð, úthvíld og skýr í kollinum.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.6.2007 kl. 21:25
Ég held mikið upp á Ljúfu ástina vegna þess að ég á hana þér að þakka

En annars vildi ég bara bjóðast til þess að fara í fjöru og týna grjót og senda þér ef þú vildir ...
Ég er búinn að ganga bakveikur í vinnuna í dag og sýna 30 Norðurlandabúum bókasafnið og tala nordísku! Gekk fram hjá tveimur risaskipum í höfninni - bara gaman að því.
Eigðu yndisstundir, með þér og þínum! Kossar og knúsur frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 13:25
Alltaf gaman að þeysast um á mótorfák mæli með því
Vatnsberi Margrét, 30.6.2007 kl. 19:30
Svakalega líst mér vel á mótorfákinn - hvernig væri að hóa i Önnu og Sigga, til að setja ykkur inn í þeysireiðartæknina
HjólaknÚs
Lisa (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 01:57
Flott mynd kæra Zordís
Takk fyrir ástina, læt hana ganga
og sendi þér ást tilbaka. Kveðja Maja
bara Maja..., 1.7.2007 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.