The bjútí is bakk in táwn ...

Geggjað að vera loksins komin til baka.  Á einum vegvísinum í Frakklandi stóð "Það er æðislegt að komast í fríið en þúsundfalt betra að komast heill heim"  Heil og heil, það er góð spurning ?  Er ekkert sérlega heil enda búin að hafa þúsundir hugsana á þessari geysilöngu akstursleið með útúrdúrum vegna skógarelda er geisa því miður um Catalóníu við Barcelona (hroðalegt). 

Drottningunni var meinaður aðgangur að ríkisfangi sínu Spáni.  Allur akstur inn í landið frá Frakklandi var úr skorðum og við send til baka.  Hrikalegar biðraðir, marga km og við einn dropinn sem fyllti glasið.  Við ákváðum að taka skrið fram úr lestinni og fórum út af leið þar sem enginn beygði.

Hvert var förinni heitið ..................... Ó mæ dýr, við vorum komin í Pyrenea rúnt um þetta ferska og fallega svæði.  Sigurrós kortalesari hittir hér ömmu sína og við meikuðum það.  Hringakstur er endaði með innilokun í littlum bæ er nefnist Millas Frakklandsmegin fjallana.  Heilmikil bæjarhátíð var í öllum smábæjum Pyreneafjalla og "petit moi" fór og sjarmaði frönsku tröllin og okkur var hleypt út á löngu pussuni (Peugeout bílnum) okkar (svona hunda rokkandi bíll .... samt eigum engan hund) .... Hjúkks, við sluppum út því öllum bænum varð lokað vegna gleði bæjarbúa.

Áfram fjall lendið skriðum við upp í átt að toppnum og var hrikfenglegt að horfa niður, finna fyrir smæðinni og þakka fyrir að fá að kitla nokkrar englatær í leiðinni.  Engin táfýla þar!

Bruninn afvegaleiddi okkur sem marga aðra og við tókum á það ráð að fara fjallarúnt og enduðum í yndislegri uppáhalds Andorra.  Land sem allir verða að koma til ..... finna ferskt loftið, heyra lækjarniðinn og finna gestrisnina er í blóði rennur.  Við fundum hótel sem var með 4 (bara fjórar sagði heimasætan ... það er eins og hún hafi ekki fæðst inn í hversdagslega fjölskyldu enda alltaf marin á bossanum eins og mamma sín) ......................  Við fengum vænan og góðan kvöldverð og fórum sæl í háttinn enda átt að vakna snemma daginn eftir !!!!

Nefnilega SHOP TILL YOU DROP dagur.  Andorra er fríríki og hægt að gera góð kaup í mjög mörgu.  Okkur hjónum tókst að skrapa aðeins olnbogana og líður MJÖG vel eftir þessa sálarhreinsun.  Allir glaðir og við héldum heim á leið með skottið fullt af viðbótarmunaði.

Rosalega er mín þreytt eftir ferðina, kanski hvíld sé það besta eða einn strigi og smá útrás.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Vertu velkomin heim! Þú kannt sko að rata í ævintýrin.... bæ ðe vei, hvenær kemur tröllasagan?

Sí jú sún mæ dér! Vona þið familían fáið sætan næturblund í höllinni ykkar, heima er alltaf best!

*Smús*

Elín Björk, 7.8.2006 kl. 22:55

2 Smámynd: Elín Björk

Shop till you drop dagur aftur í dag!!! Ekkert smá hvað mín er dugleg, vona þú hafir komið heim fullhlaðin af öllu því sem þig langaði í, sér í lagi einhverju freyðandi ;) Thihihi.. langar til að fara að kíkka á þig áður en þú hverfur í næsta frí.... nú eða ég!!

Elín Björk, 8.8.2006 kl. 19:06

3 Smámynd: Elín Björk

....og ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni....

Sí jú in fæf!

Elín Björk, 8.8.2006 kl. 19:08

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Ekkert smá skemmtilegt hjá ykkur,,,dotlið fyndið.....

Solla Guðjóns, 9.8.2006 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband