Upp, upp, upp á fjall, upp á fjallsins brún .....

Það verður gaman að skella sér af stað í langþráða helgarferðina.  Við leggjum í hann klukkan 14:00 í dag og ég er að keppast við að loka deginum með smá viðkomu til þín.  Smá dreitill er alltaf góður, tala nú ekki um skrafið sem við eigum saman, þú og ég!

Ég ætla að tína fjallagrös sem eru með undramætti Pyrenea, hlýt að fá innblástur .... finn kanski fallegt grjót og kaupi mér aftanívagn!  Spennandi dagar framundan sem ég ætla að njóta vel ... mjög vel. 

Sætir bossar

Ég ætla að njóta, hrjóta en ekki blóta í ferðinni.  Ferðin er fyrir okkur öll sem eitt og þegar ég kem heim á ný þá hef ég vonandi fallegar myndir af okkur kjarnanum.

Niður, niður, niður, niður, alveg niður á tún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ég ætla að njóta, hrjóta en ekki blóta ... " - æðisleg setning, sem maður ætti að taka upp á sína arma

Ég vona að þetta verði virkilega skemmtileg og yndisleg ferð, smá erfið og aftur yndisleg ... ég hlakka til að sjá myndir líka. En fyrst og fremst: góða og fallega göngu, hafðu það yndislegt - góða helgi!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æðislegt að ganga á fjöll og finna steina mín eina...mér sgir svo hugur að þú verðir ekki eini útlendingurinn í afmæli Gurríar. Ég nefninlega sá sjálfa mig í gærkveldi stadda í himnaríki að borða brauðtertu..það er sko afmælisfyrirboði ...og við getum báðar mætt með fiskana sem eru að synda inn í líf okkar núna..ha?

Heyrumst..og já eitt enn. Talandi um steina þá fann ég grænan geimstein í morgun..Moldavite!!!! Power for the people!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.7.2007 kl. 13:14

3 identicon

Það er voða gaman að ganga á fjöll og njóta náttúrunnar eins og maður getur...Þess vegna ákvað ég að flytja út í sveit..

Nóttu Helgarinnar og farðu vel með þig snúlla

Kvitt og Knús

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 13:38

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Góða ferð og góða skemmtun

Vatnsberi Margrét, 6.7.2007 kl. 13:52

5 Smámynd: Ólafur fannberg

góða ferð gamla

Ólafur fannberg, 6.7.2007 kl. 14:55

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Skemmtu þér vel og ég hlakka til þegar þú kemur til baka. Zordís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.7.2007 kl. 18:40

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góða ferð og góða skemmtun með fólkinu þínu!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.7.2007 kl. 20:45

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel kæra

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 16:48

9 Smámynd: Solla Guðjóns

HæJJ hversu hátt ertu uppi núna...er þetta ekki rosa hátt??? nærðu að snerta himinin??? Veltu nokkrum steinum niður æj er með svefngalsa og ruglu og knús á klifrikonu

Solla Guðjóns, 7.7.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband