Ég stari inn fyrir tetrið og hvað sé ég ....

 Ég sé.....Rólegheit, slökun og væri til í kaldan nuddpott!

 Ég sé....Sjálfa mig skapa, sveifla pennslum og sigra sjálfa mig!

Ég sé....

Ég er....í hvítu pilsi, ber að ofan að drekka kaffi.  Mér er heitt! 

Ég er....á leið á brennheitann útimarkað með vænni konu er sótti mig heim frá því ilhýra!

Ég er....

Hver dagurinn og nóttin leiðast, bjóða daginn þegar hinn hverfur frá nóttinni.  Ég tek þátt í þessu ferli og fagna hverjum deginum og hverri nóttinni sem læðist inn.

Hver dagurinn er nýr leiðtogi, kennari er færir okkur gjafir.  Ég þigg gjafirnar og móttek fróðleik af gleði í hjarta.

Einn af þessum dögum sem ævintýrin bíða handan hornsins!  Nú þarf að hylja brjóstin ber, ná í annann bolla af nýmöluðu kaffi, undirbúa börnin á bænum og finna andlit frúarinnar.

Laugardagur til Lukku!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Ég sé bara morgundaginn!!

Knús smús til þín!

Elín Björk, 12.8.2006 kl. 23:01

2 Smámynd: Solla Guðjóns

mínu tetri var næstum ofboðið í gær...eitthvað sem ég blogga ekki...en væri alveg til í að ræða við góða félaga á öðrum vettvangi netsins.

knús til ykkar.

Heyrði í Sigrúnu Huld í gær nýkomna af útimarkaði og var hún rosa sæl með sig.......

Solla Guðjóns, 13.8.2006 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband