23.7.2007 | 17:06
nÚnA .... dAgUrInN í DaG
Stundum þegar við sitjum og erum ekkert að hugsa, allavega ekkert sem við munum .... Þegar við náum kyrðinni og erum móttækileg fyrir orkunni sem himininn umvefur okkur. Finna faðmlag jarðarinnar og veita henni faðminn á móti. Það er á þessum stundum sem ég brosi og græt á sama tíma. Gleðst yfir velgegni hinna og þakka fyrir hver ég er. Þetta verður varla betra þar sem dagurinn í dag er gjöfin sem við öll þráum að upplifa. Hið raunverulega nú.
Ókláraði bunkinn rokkar feitt ......
Einn sætur koss / Akrýl á striga
Ég á langt í land þótt ég sé nokkuð dugleg á þessari líðandu stundu. Í dag er ég sumarlega klædd, ég er með nýlitað og snyrt hárið, augnumgjörðin er á verri veg ...... Vinkona mín bað mig að fara til læknis því það væri lítið gaman að vera blindur ...... Þótt það gæti nú verið plús líka ef horft er til framtíðar listakonunnar sem blundar í orkuríku hjartanu.
Blinda listakonan (ekkert grín) en oft sjá blindir meira en þeir sem hafa sýn. Það má sjá með á svo margan hátt og nota skynfærin rétt. Ég ætla að fara að ráði vinkonu minnar og láta athuga augun í mér því ég er búin að vera slæm í dag.
Væri til í að flögra smá, kanski geri ég það
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
fallegt að vanda kæra zoedís ! augun eru mikilvæg, lát athuga það !
aAheimsljós héðan fra lejre
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.7.2007 kl. 17:39
OOOOOOO sæti koss
Í guðannabænum láttu kíkja á augun þín
Solla Guðjóns, 23.7.2007 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.