23.7.2007 | 19:24
Nef ... ég finn og sé ...
Ég lygni aftur augunum og finn ilm af heimabakaðri pizzu og ósjálfrátt sé ég fyrir mér þann ilminn er skynjunin færir mér. Nef eru eins ólík og þau eru mörg, stór eða lítil, löng, feit, kónganef, trýni (thi hi hi) allskonar nöfn um líffæri er situr jafnan fyrir miðju, milli augna og hvílir ofan lostafullra vara...... Afhverju ætli kartöflunef hafi ekki fengið bóndaviðurnefnið?
En svona til að útskýra þennan nefáhuga minn þá talaði ég við vinkonu mína í síma í dag og barst talið að einum ofurfögrum kappa ....... Ef einhver karlmaður er fjallgöngunnar virði þá gef ég honum mínar stjörnur. Greind hefur að sjálfsögðu ekkert með þetta val mitt að gera, Pjúra LOSTI!

Þessi strákur er hrikalega flottur
Áfram með NEF söguna ..... Ég sem horfi helst ekki á sjónvarp lét til leiðast er Fjallið og sonurinn komu heim með mynd sem heitir GhostRider með N.Cage. Ég lét til leiðast og sé ekki eftir því.
Í miðri mynd segi ég við Fjallið mitt
"Þú ættir að fara í nefaðgerð, esskan mín"
HVAÐ, sagði minn heittelskaði .....
"já, þið væruð líkari, sko ef þú lagaðir nefið þá væruð þið ...."
AHA ..... (HRISTA HAUS KALL)
Ekki er öll vitleysan eins! Ó, nei!
SmÁ HuGlEiÐiNg Um nEf
(þarf að ná einni nef mynd af mínum heittelskaða)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þetta er bara góð hugleiðing um nef hehe já Zordís mín hann er sko flottur hann N . Cage. svo þú ert með losta oh hvað ég skil þig vel hehe.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.7.2007 kl. 20:17
Hann er bara smart hann Nikki

Sakna þín og heimkynnanna faktískt soltið mikið þrátt fyrir huggulegheitin hér í "frostinu". R U coming soon?
Hjútskremjuknús til þín og ykkar
Elín Björk, 23.7.2007 kl. 23:11
HRIKALEGA FLOTTUR!
Heiða Þórðar, 23.7.2007 kl. 23:22
Stórt nef = stórt "rímar við hippi"
Losti er yndislegt tæki!!!
Doddi the lustful one?
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 23:46
fallegur þessi nikki sko ... nef það er eitthvað sérstakt við nef
Margrét M, 24.7.2007 kl. 09:28
ég get ekki annað en verið sammála, en það er ótrúlega flott að sjá hversu óíkur hann er frá myndum. ég hef líka séð hann leika hlutverk þar sem hann er ferlega lummulegur, það er bara merki um að hann er góður leikari.
Ljós til friður til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 09:34
Góð mynd og ekki skemmir leikarinn.
Vatnsberi Margrét, 24.7.2007 kl. 12:28
NebbaknÚs
Elísabet (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 17:03
Hvað varstu að bogga Fjallið...veistu'akki að menn sem með mef sem rís eins og fjallgarður í miðju andlitinu eru þeir albestu......
Cage er bara krúttalingur
Solla Guðjóns, 25.7.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.