27.7.2007 | 10:12
Gulur, rauður, grænn og blár .....
Þegar himinhvolfin rigna gulli og gimsteinum, allt fellur í faðm þinn án nokkurra útskýringa. Þegar sólin sest og höfuð þitt hallar í hálsakot þíns kærasta. Þegar engar áhyggjur þegar volg golan kyssir vanga þinn og leiðir þið að næsta spori lífs þíns.

Er ég tilbúin að takast á við þig framtíð? Vil miklu frekar staldra við og njóta dagsins í dag, ég er svo skotin í gjöfinni sem þú gafst mér, dagurinn í dag sá allra heilagasti í stuttri tilveru sinni.
Þegar ég stíg spor mín um skuggasund þá blómstra liljur og litrík birtan er eins og trefill regnbogans ... Lífið í lit er X ið mitt í þessari lífsbaráttu. Augun mín eru á batavegi, ég finn ekki lengur til, ég er alveg að koma til og brosi. Ég þarf að varast sólina og ganga með stór "hot" gleraugu sem gera mig að "sugarmegabeib" Góðir hlutir gerast hægt segir Jóna Ingibjörg vinkona mín og það er víst ábyggilegt að það er 100% rétt hjá henni. e.tæpl 3 vikur er ég að ná eðlilegu útliti og lít ekki út fyrir að vera skorpin og hrukkótt heldri frú. Allt í lagi að vera hrukkóttur ef aldri er náð!

Í dag gerist eitthvað undursamlegt, ég finn það á mér .... kanski sambland hins vakandi heims og sofandi draumheims. Skilaboð undirmeðvitunar ætlar greinilega að flækja sér inn í hugsanir mínar og trufla daginn. Kanski ég fari fyrr heim í dag úr vinnunni "hux" kanski ..................
Ég keypt mér rauða skó eins og Katrín vinkona og kanski ég prófi þá um helgina
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:14 | Facebook
Athugasemdir
Dagurinn í dag á alltaf að vera dásamlegur, við vöknum og reynum ávallt að gíra okkur upp í þann þankagang. Það hjálpar til þegar maður þekkir fólk og á góða félaga, og maður talar við þá og les texta eftir þá ... og manni líður vel.
Mér líður vel eftir að hafa lesið "þig", dúlla!
Kossar og knús í krús.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 10:30
dagurinn í dag er oftast yndislegur ... rauðir skór , örugglega fallegir
Margrét M, 27.7.2007 kl. 12:53
Ég segi sama og hin dagurinn í dag er dásamlegur sól og sumar. Hafðu það gott Þórdís mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.7.2007 kl. 16:52
Ef maður getur og kann að njóta dagsins í dag, lifa í núinu ......þá er maður að njóta lífsins. Rauðir skór geta verið eru vísbending um lífsgleði, ögrun, kjark og margt fleira jákvætt.
Marta B Helgadóttir, 27.7.2007 kl. 19:28
Hottýpæ á raumum skóm.
Augun eru fegurstu steinarnir passaðu þá vel
Solla Guðjóns, 27.7.2007 kl. 20:21
Hugsaði til þín á Spáníá.
Hugarfluga, 27.7.2007 kl. 22:26
Mikið er þetta fallegt hjá þér zordís mín.
Svava frá Strandbergi , 27.7.2007 kl. 23:16
Veistu að ég set á mig rauðu skóna daglega og lendi alltaf á einhverjum töfrastöðum. Stjórna engu en elti bara lífið og rauða litinn. etta með að elta framtíðina en vilja heldur stldra við minnir mig alltaf á sögu eftir Faust. Þegar ein sögupersónan segir...Oh moment stay!!! Það var momentið sem allt byrjaði að deyja. Lífið er stöðug ferð..og stöðnunin er dauði. Viljinn til að halda alltaf áfram og mæta því sem bíður og bregðast við því er þroskaleiðin.
Þetta er Guðdómlega falleg færsla hjá þér Þórdís mín.
Já himnarnir hafa opnast.....svo sannarlega hafa þeir gert það!!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 00:50
hugljúfar myndir og drauma texti ! rauðir skór og gulir sokkar !
Ljós og friðir til þín spánarmær í hlafum draumi og hálfri vöku !
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 17:59
Mæli með rauðum hatti við rauðu skóna og sólgleraugun. Viss um að þú "rúlar" !


Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.7.2007 kl. 22:08
Rauðir skór -ekki spurning!
Heiða Þórðar, 28.7.2007 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.