29.7.2007 | 09:42
Fjölskyldukvöld ...
Í gærkvöldi fór Ramon family í sínu hversdagspússi út í bíl húsfreyjunnar, við ákvaðum að láta rauðu skóna ráða för. Við höfðum eiginlega ákveðið að fara á falinn veitingarstað upp í sveit en þegar beygjan að slóðanum kom gáfu skórnir í og við ókum framhjá og gripum öll fyrir munninn af "ég er hissa" og svipurinn eftir því Hvert var för heitið ..... Rauðu skórnir gáfu í og ég var eins og viljalaust verkfæri hamingjunnar.
Veðrið var yndislega gott, hugljúft kvöld og notalegt. Staldrað var á litlum brasíleyskum stað .... lifandi tónlist og brosandi afgreiðslufólk. Það var mikið af fólki á staðnum en þarna beið borðið okkar. Grænmetisbarinn var skoðaður og og og svo byrjaði fjörið! Þjónarnir komu með hvern kjötteininn á fætur öðrum og buðu upp á kjúlla, svín, naut, döðlur, ávexti og svo mætti lengi telja. Uppáhaldið mitt eru döðlurnar og kanalstráður steiktur ananas! (steiktu bananarnir eru líka góðir en ekki í boði þetta kvöldið) Við urðum vel mett enda af nægu að taka ekki verra að vita magamál sitt þegar borið er í mann allskonar dýrindismat.
Við héldum af stað og leið lá að strandlengjunni ..... ísbúðin og krakkarnir voru spenntir að komast og velja sér að vild. Við þessi eldri fengum okkur krapað kaffi með ískúlu og hin yngri tyggjóís.
Dásamlega gott og allir sælir með fyrsta fjölskyldukvöld sumarsins. Fyrsta kvöldið sem við förum saman út á djammið. Krakkarnir hafa farið með pabba sinum í bíó eða með mér í eitthvað annað.
Rauðu skórnir eru þægilegir enda heilsuskór sem vísa mér vonandi rétta leið í lífinu.
Í dag er heitur dagur, þriðji kaffibollinn rennur niður .... kanski einum of mikið kaffi en nú ætla ég að kanna stöðuna á kjallaranum mínum og óska ykkur yndi á ljúfum degi.
Dagurinn í dag er nákvæmlega það sem þú leggur í hann

Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
Athugasemdir
En yndislegt..kanilsykraður ananas og döðlur...getur eitthvað verið sætara en ástin? Kjallarar og prúðbúnir skór, sitjandi stúlkukind undir fjalli með fugl. Maður getur allt á sig bætt hlýjum og fögrum ímyndum til að geyma í kolli sínum.
Eigðu góðan dag yndið mitt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.7.2007 kl. 09:53
Mikið hefur verið gaman hjá ykkur. Þú ert yndisleg manneskja og segir svo skemmtilega frá takk fyrir að vera þú sjálf. og Þórdís mín eigðu góðan dag með fjölskyldunni.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.7.2007 kl. 10:20
Ég tek undir með Katrínu ... kanilstráður steiktur ananas hljómar alveg ótrúlega vel, sérstaklega þar sem mér finnst allt með kanil æðislegt og ananas er ekkert slæmur heldur
Annars er lambalæri æðislegt og það eru Buffaló-bitar líka ... þó ég borði þá ekki saman ... en ég ætla að prófa kanilstráða steikta ananasinn .... knús knús!! 
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 10:27
Mmmm, hvílíkar kræsingar, nú held ég ekki munnvatni...
Margrét Birna Auðunsdóttir, 29.7.2007 kl. 13:19
Yndisleg lýsing á skemmtilegum degi með fjölskyldunni, - i rauðu skónum!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.7.2007 kl. 14:51
mmmmmmmmmm
Marta B Helgadóttir, 29.7.2007 kl. 21:48
Jah frú Ramon rauðu skórnir hafa aldeilis stýrt lukklegum og hugljúfu kvöldi.
Kanil á ananas? en steiktur banani nammi.
Knús á þig ástin.
Solla Guðjóns, 30.7.2007 kl. 00:43
Frú Ramon í rauðu skónum!
Takk fyrir yndislega frásögn. Tek undir með öðrum um að kanelstráður ananas og döðlur.... namm
Hrönn Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.