Ditten ...

Vala frænka varð fertug 31 júlí og af því tilefni málaði ég mynd handa henni sem ég vona að falli í kramið.  Elskuleg frænka mín og hennar maður eiga von á sínu fyrsta barni og fær myndin þ.a.l. þann blæ sem blés í brjóst mitt.  Happý familý ........

Biðin

Biðin akrýl á pappír 18  x 24

 

Á laugardaginn reis ég snemma úr rekkju og hélt til starfa.  Óvænt atvik kom og allir búnir að ráðstafa helginni sinni svo það var ekki annað en að finna til gallann og bretta upp ermar.  Ég var svo þreytt um kvöldið að við fórum snemma að sofa og lét bæjargleðina um lönd og leið.

Heart

Sunnudagur kom fagnandi og Frúin vaknaði snemma eftir allan svefninn og nú er ég búin að taka úr og setja í þvottavél.  Borða góðan morgunverð, tilbúin í nýjan dag.

 

Ég ætla að halda mér við efnið og mála nokkrar Akrýl á pappír sem fer í silfraðan ramma.

Björg í bú

Björg í bú

Útkoman í silfruðum ramma, innanmál myndarinnar er ca. 13 x 18

Elskulegu bloggvinir vona að dagurinn ykkar verði stútfullur af skemmtilegum ævintýrum!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg myndin sem þú málaðir fyrir frænku þína  sú verður glöð, það er gott að þú er ekki þreytt lengur sama hér var að setja í þvottavél. eigðu góðan dag . Þórdís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.8.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mjög flott myndin handa frænku. Njóttu dagsins

Marta B Helgadóttir, 5.8.2007 kl. 13:20

3 identicon

Biðin er yndislegt málverk - þú ert svo flott í þessu, Zordis!! Frænka verður örugglega ánægð.

Góðar og hlýjar kveðjur til þín, dúlla. Gleðilega helgi!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 13:29

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Þakka þér fyrir kveðjuna Zordis mín og hlýjar kveðjur á móti.Ávallt skáti!! Flottar og einfaldar myndir.

kv. 

Bergur Thorberg, 5.8.2007 kl. 13:59

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Vá Þórdís þessar myndir eru algerlega að hitta solluna

eigðu góðan dag ljúfust.

Solla Guðjóns, 5.8.2007 kl. 16:56

6 Smámynd: Hugarfluga

Ógó flott ... knús á þig.

Hugarfluga, 5.8.2007 kl. 20:42

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Fallegar myndir, Zordís kær, ekki síður þessi af ófríska parinu.. (nú er farð að segja að bæði séu ófrísk og svoleiðis...mér finnst það svo krúttlegt). Vonandi áttu góða daga, ekki vantar sköpunarkraftinn og framkvæmdagleðina í þig, kona!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.8.2007 kl. 22:01

8 Smámynd: Elín Björk

Æðislegar myndir hjá þér sætust! Mig klægjar í fingurgómana að fá að lita smá, koma ráð
Ég sakna þín

Elín Björk, 5.8.2007 kl. 22:50

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég kaus þig sem aðra af tveimur flottustu bloggurum íslands.....

Gat bara ekkert að því gert!!!

Kalli tommeitthvað er með sollis kosningu hjá sér....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 22:52

10 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Flott mynd. Svo lifandi, annars finnst mér myndirnar þínar allar flottar.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 5.8.2007 kl. 23:56

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Myndirnar þínar eru æðislegar!!! Bestu kveðjur af Skaganum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 01:06

12 identicon

Æðislegar myndir - þær eru allar flottar.

Elísabet (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 07:16

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kveðja til þín elsku Þórdís mín þú er yndisleg

Kristín Katla Árnadóttir, 7.8.2007 kl. 00:44

14 Smámynd: Margrét M

afar fínt

Margrét M, 7.8.2007 kl. 08:51

15 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Meiriháttar myndir hjá þér. Þú hefur svo sérstakan stíl.

Svava frá Strandbergi , 7.8.2007 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband