13.8.2007 | 22:52
Orð án orða, borð á borða og sporður án sporðs ....
Hún opnaði munninn og sagði eitthvað svo merkilegt. Ég sat og heyrði ekki orð en ég sá gegnsæjar sápukúlur ná festu á himni. Orð hennar mynduðust í sápukúlum sem sprungu ein af annari á leiðinni upp.
Ég lagði eyrun við ásýndina og náði samhenginu. Stundum skiljum við ekki í orðum annara, þykjumst og jánkum við einu og öllu. Já, stundum er lífið skrítið, stundum erum við aum af baun, eða aum af dúnmjúki fiðrinu! Hverju og hverjum er það að þakka að við erum mismjúk, mismikið yndi og mismikið manneskjur? Já, ég bara spyr ....

Í dag leið mér eins og á laugardegi, langaði að þrífa húsið mitt. Langaði að gera eitthvað stórfenglegt. Það góða var að ég gerði hvorki neitt stórfenglegt né þreif húsið ..... Fór hins vegar seinnipartinn með reiðina mína og puðraði henni út í náttúruna, verslaði inn, eldaði sérrétt fyrir unga fólkið og naut aðstoðar Fjallsins míns við gjörning matreiðslu okkar eldri mannvera á heimilinu.
Barnamatseðill kvöldins var; pönnusteikt ýsuflak ásamt frönskum kartöflum.
Fullorðinsmatseðill kvöldins var; pönnusteiktur túnfiskur með olivuolíu með hvítlauks, persil og sítrónu "tötsi" ... æj, hvað það var gott að fóðra vömbina í kvöld ....
Katrín boggvinkona sagði að ég ætti að geta bloggað fullt þar sem ég væri komin í frí .... hehehehhehhehehehe ég ætti að geta gert eitthvað í þessu en í þessum rituðu er ég að leyta að listagyðjunni til að geta tekið þátt í sögukeppninni hennar! Allir að taka þátt í keppninni hjá henni og ég get svo sannarlega mælt með verðlaunum hjá henni því þau eru æði!
Ég á marga góða og yndislega vini. Vini sem ég skil í hljóði, vini sem ég spyr einskis og vini sem krefjast alls af mér. Ég krefst aldrei neins af neinum sem er ekki maki, barn eða foreldri! Við stöldrum stutt við, við erum allt of stutt saman í sáttinni, við erum svo lítil í hafsins heimi .....
Orðflaumur í hafi þar sem fiskar eru hafmeyjur og hákarlar svanir! Undirdjúpstilfinning frá fyrri tíma, þegar svif í djúpi var sem fósturtilfinning og ásýnd fegurðin ein.
Góða nótt elsku vinir .... túnfiskur er flottur í mallann fyrir svefninn ...
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Takk. Ekki drekka kaffi svefninn. Túnfiskur dugar ágætlega.
Englarnir vaki yfir þér.
Bergur Thorberg, 13.8.2007 kl. 23:15
Ég gleymdi að setja fyrir á milli kaffi og svefnins.
Syfjaður.
Góða nótt
Bergur Thorberg, 13.8.2007 kl. 23:21
Ég er fiskur hann er ráðfvilltur eins og alltaf knús til þín elsku gáfaða Þordís mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.8.2007 kl. 00:28
Fiskurinn minn er á leiðinni í bæinn ... með litlu englana sína. Maður heldur sér auðvitað vakandi.
Verð greinilega að hugsa um túnfisksteik, tvær bloggvinkonur hafa hér með talað um þessa lystisemd ...
Knús og kyssur frá Akureyri!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 01:34
Ég verð að prófa túnasteik eins fljótt og auðið er. Var einmitt að hugsa um það í gær og núna er ekki þverfótað fyrir túnfiski um allt blogg..hehe
Svo gott fyrir hjartað
..bæði túnfiskurinn og orðin hér.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 09:54
Já, það er gott að puðra reiðinni einhvern veginn úr sér. Stundum getur það þó verið erfitt, ekki satt? Þú tekur þetta alltsaman á gleðinni og glóbal skilningi...gott mál, mín kæra.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.8.2007 kl. 11:13
aldrei kemur maður að tómum kofanum hjá þér kæra þórdís !
njóttu listagyðjunnar, góða mat vina og Lífs
AlheimsLjós til þín
steina í Lejre
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 13:20
Ohh hvað ég væri til í að vera með þér á þakinu eða í patioinu akkúrrat núna.... mér er ogguponsu kallt

Knús til þín kæra vinkona
Elín Björk, 14.8.2007 kl. 22:59
Knús á þig ávst
Solla Guðjóns, 14.8.2007 kl. 23:08
Kvitt og knús
Vatnsberi Margrét, 15.8.2007 kl. 12:57
oohhh ..´Túnfiskur væri til í svoleiðis í minn malla
Margrét M, 15.8.2007 kl. 14:04
Elska túnfisk, með kotasælu og lauk og harðsoðnu eggi - oná brauð.
Hafðu það gott í fríinu.
Marta B Helgadóttir, 16.8.2007 kl. 01:10
Kosning er hafin og fyrir bloggvini Zordísar má alveg geta þess að hún á eitt unaðslegt ljóð í keppninni. Endilega kíkið við og greiðið atkvæði. Kosningu lýkur á laugardagskvöld.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.