17.8.2007 | 06:43
Heimferð um himingeim ...
Þegar þungur og líflaus líkaminn liggur í sænginni þá er gott að stelast upp í skýjaveröld og stikla létt á stjörnum er glansa eins og gimsteinar himins. Svífa eins og sankorn eilífðarinnar, snerta frelsið og láta hugann reika.
Í nótt lagði ég af stað í ferðalag um geiminn, þandi hugvitið og lét mig dreyma. Tyllti mér á eyðimerkurstein og horfði á gleðina og sorgina. "Hvað vil ég tileinka mér og hvað get ég gefið á móti". Svo innan-djúp og utan-tóm, heill hringur er snýr sér í átt að þeirri einu veru sem honum er ætlaður. Líf í heimi, án upphafs og endi, lífið þitt og lífið mitt!
Þegar þú fæðist mælti hún af munni sínum; "munt þú hljóta þá ljúfu gjöf inn í mannlegt líf, njóta blessunar". Hún mælti um og strauk barninu um ennið þrátt fyrir að líkami þess lægi enn í móðurkviði. Þessar tvær sálir er þekkjast svo vel, hittast á stakri stjörnu við lind hina einu.

Minning um líf sem heldur áfram.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Alveg er ég viss um að þú býrð yfir þeim hæfileika að geta farið sálförum. Þannig hefur þú kannski kíkt í smáheimskókn til okkar bloggvina þinna!? Sumir geta bara einfaldlega fleira og meira en aðrir..... Eigðu góðan dag, elsku Zordís.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.8.2007 kl. 07:05
Gott að sjá þig skapandi og farandi um nýjar og gamlar lendur Zordís mín. Já hún er létt himnaförin og stundum erfitt að koma heim í kjötið...
Knús á þig kærust.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 08:59
Þú ert yndisleg
Kristín Katla Árnadóttir, 17.8.2007 kl. 09:08
Margrét M, 17.8.2007 kl. 09:11
Skýin eru sængur himinsins ... og það væri gaman að kúldrast mikið í þeim! Knúsilíus Kossason til þín!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 10:39
Marta B Helgadóttir, 17.8.2007 kl. 20:52
Þú ert svo mikill snillingur! Ég elska myndirnar þínar ... og varð ekkert smáglöð þegar ég kom heim úr vinnunni áðan og þar beið mín þetta líka flotta afmæliskort frá þér! Takk, takk, takk fyrir hin kortin með myndunum þínum! Ástarkveðjur af Skaganum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.8.2007 kl. 21:19
Færslurnar þínar eru alltaf svo ljúfar og fallegar. Flott myndin þín.
Svava frá Strandbergi , 18.8.2007 kl. 11:20
Er svo smmála öllum hér og miglangar eins og Dodda að kúldrast um í skýjunum.
Solla Guðjóns, 20.8.2007 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.