21.8.2007 | 00:09
Hvað gerði frúin í Hamborg við auðæfin sín ...
Spurning hvort frúin hafi flutt búferlaflutningum, hvort hún sé hamingjusöm og sæl með hlutskipti sitt og auðæfin.
Hvað myndir þú gera við við peningana sem frúin í Hamborg ætlar þér ???
Spennandi ekki satt.
Gulur, rauður, grænn og blár, svartur, hvítur og fjólublár !
Elskuleg og yndisleg börnin mín
Fjársjóður hvers tíma er minning kær er lifir og slær í sálinni okkar ár eftir ár og líf eftir líf. Þegar tíminn stendur í stað þýtur hann í raun áfram og við tökum þátt í umstangi þess sem okkur er ætlað!
Hringrásin, fæðing eða dauði. Hvort um sig undursamleg staðreynd þess að lifa sjá og finna.
Í dag er ég Gul með gylltu ívafi, finn fyrir moldarbrúnu undirlagi og ilmurinn sem snertir sál mína er mild geilsun fresíunnar .... Þegar ég loka augunum ligg ég á dúnmjúku skýji og hlusta á hvíslið sem lifir í loftinu .....
Guðný vinkona hélt til síns heima eftir skemmtilega og viðburðarrika helgi. Það var heilmikið brallað og aldrei dauð stund hjá okkur. Ströndin, mini golf, tónlistarspekulering en við sáum konuna María Jesús með nikkuna en hún samdi það ódauðlega lag fuglasönginn .... svo hélt helgin með skemmtilegu ívafi, tók enda og fór. Helgin var á förum og nú bíðum við spennt eftir því að taka á móti þeirri næstu með allt það sem hún hefur upp á að bjóða. Guðný mín takk fyrir komuna!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
þau eru sæt börnin þín !
frúin í hamborg býr í bílnum mínum þegar við keyrum !!!
AlheimsLjós til þín
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 21.8.2007 kl. 08:16
falleg börn sem þú átt ...
Margrét M, 21.8.2007 kl. 08:37
Börnin taka eftir móður sinni með dassi af pabbanum...svona hér og þar. Grípa með sér in í lífið minningar forfeðranna sem halda áfram að lifa og stundum deyja þegar þeirra tími er útrunninn í nýrri veröld.
Já ég er skáldagyðja í dag eftir langan og djúpan svefn. Hlakka til þegar Zordísin segir..."Takk fyrir komuna Katrín. Það var gaman að fá þig í heimsókn. Hvenær sem það nú verður þá verður það í framtíðinni því fræið af þeim gjörningi er komið í mold.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 09:54
Falleg börnin þín Þórdís mín. Já frúin í hamborg klikkar ekki. kær kveðja til þín
Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2007 kl. 13:53
Gaman að sjá myndir af Írsi Höddu sætustu og sjá hvernig hún breytist og litla krúsaling.
Ef peningaFrúHamborg gæfi mér?????????ekki hægt að telja eða velja......
Solla Guðjóns, 22.8.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.