Flokkun á rusli ....

Spánn er yndislegur, sólríkur og hlýr en það er margt sem er ekki í takt við N-Evrópu.  Sem dæmi flokkun á rusli !!!

Fjallið mitt er upptekin af því að flokka rusl og er með litla höldupoka og flokkar grimmt í þá W00t  Ég viðurkenni að ég er orðin þreytt á þessum pokum hjá honum út um hálft eldhúsið "eða bara komplítlý þreytt"  Það verður bót á máli því við ætlum að leggja land undir fót og kíkja við í Ikea sem er staðsett í næsta héraði og kanna hvort þar sé ekki að finna úrvals ruslahýði svo veran verði notalegri í eldhúsinu.

Seint að sofa og seint á fætur virðist vera mottóið hjá okkur en þar verður breyting á, á næstu dögum.  Í morgun vaknaði ég við ferskan blæ og fuglasöng.  Litli kúturinn minn hafði komið og náð í mig inn í svefnherbergið til að knúsa hann aðeins sem ég og gerði.

Trylltar hugmyndir hafa breyst í jafnvægi sem er gott.  Mig dreymir endalaust fyrir nýjungum ..... börn og brjóst í hverjum draumi.  Góðir draumar og hryllingsdraumar Heart

Í dag ætla ég að kaupa sápukúludollur og blása gleðistraumi út í himingeiminn.  Í dag er dagurinn til að finna krakkaorminn og njóta tilverunnar. 

Með grænt í glasi
Með grænt í glasi akrýl á striga 30 x 30
Kanski get ég blásið sápukúlur með þessu græna, hver veit ???

Svo blæs ég eina sápukúlu spes fyrir þig fulla af fögrum litum og ljúfum tónum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið áttu gott að veðri er dásamlegt Þórdís mín. Já það er alltaf gott að knúsa börnin sín. Falleg myndin þín eins og vanalega Og skemmið þið ykkur í IKEA  maður getur fengið marga góða hluti þar. Sólar kveja til þín. og knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.8.2007 kl. 10:21

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég vildi að ég væri á Spáni, alltaf alltaf!! mikið áttu gott. Flott myndin þín, eins og alltaf en hvar er hægt að fá myndir eftir þig? Eigðu góðan dag.

Huld S. Ringsted, 23.8.2007 kl. 10:36

3 Smámynd: Margrét M

umm yndislegt að vera í hlýjuni á spáni ...

Margrét M, 23.8.2007 kl. 10:47

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Já flokka í sokkaflokka og ruslaflokka aujj

GG mynd og gott ef eitthvað grænt er ekki að byrtast..grænt og vænt

Solla Guðjóns, 23.8.2007 kl. 12:43

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur ! bara smá að minna á

"HEIMAR MÆTAST" Fimmtudaginn 23.8 kl 19,00 á íslenskum tíma og 21,00 á dönskum tíma opna Guðsteinn Haukur Barkarson og Steinunn Helga Sigurðardóttir samsýningu á moggabloggi ! Allir eru velkomnir á fyrstu sýningu sinnar tegundar. Við viljum með þessari samsýningu sýna að allt er möguleg bæði hvað varðar sýningarrými og fjarlægðir. Við hvetjum fólk til að setjast niður við tölvuskjáinn með veitingar og taka þátt í þessari ósýnilegu tengingu landa og manna á milli. Listamennirnir eru staddir á heimilum sínum á opnuninni. Sýningin er opin allan sólarhringinn frá fimmtudeginum 23. ágúst til sunnudagsin 26. ágúst.

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 15:43

6 identicon

Hæ kjútí pæ

Alltaf gaman að kíkja inn á síðuna þína.  By the way ... takk fyrir síðast  þetta var frábær helgi.  Endilega minntu Írisi á að senda mér linkinn á heimasíðuna sína.  Hér er þriðji dagurinn í röð yfir 30°hiti og sól á daginn en svo geðveikar þrumur og eldingar á kvöldin og nóttunni með helli dembu.  Kosturinn við þetta er að þurfa ekki að vökva garðinn   Komst með allt markaðsdótið mitt heim .... liggaliggalá.  Lenti í sjónvarpsviðtali í fyrradag í þætti um Ísland, þeir fundu víst engan annan til að spjalla við  þetta verður sýnt á laugardaginn í ríkissjónvarpinu þeirra.

Knús og kossar til flokkarans og afkvæmanna

Guðný

Guðný Hansen (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 16:00

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Viltu kíkja á mitt blogg og hjálpa til (aftur) ?? Please!!

Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 20:19

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Frábær mynd hjá þér eins og allta. Ég vildi líka gjarnan vera á Spáni.

Svava frá Strandbergi , 23.8.2007 kl. 23:19

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

... seint að sofa og seint á fætur ...  það er draumalandið mitt

flott mynd

Marta B Helgadóttir, 24.8.2007 kl. 00:18

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Við förum öll seint að sofa og seint á fætur...líkar að liggja inn i daginn......þar til Rútínan hefst. En elshusið okkr er yfirfullt af endurnýtingu...varla hægt að ganga um vegna alls konar poka og kassa sem geyma hitt og þetta sem þarf að komast á réttan stað. En við höldum samt alveg áfram að sofa lengur. Miklil nautn að ÞURFA ekki að vakna.

Njóttu þín..sofðu og safnaðu úrgangi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 00:33

11 Smámynd: Hugarfluga

Lovlí ... allt saman.

Hugarfluga, 24.8.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband