Eitt af þúsund fiðrildum leita þín ....

Rok og rigning er heldur óvenjulegt veðurfar en mikið fanst mér það ljúft að láta vinda upp undir pilsfaldinn.  LoL  Mikið óskaplega er ég nú búin að vera löt í fríinu mínu.  Hangi og geri varla nokkurn skapaðann hlut.  Reyndar vinn ég stöðugt í því að koma mér að verki með pennslana en það er alltaf eitthvað annað sem hindrar mig.

Í gær elduðum við og um leið bökuðum Muffins.  Svei mér þá að gera þessa 2 hluti saman en allt heppnaðist þetta stórkostlega og súkkulaðimúffur tæpl. 30 voru gerðar með stæl.

Börnin fengu pönnusteikta ýsu og við þessi gömlu gúffuðum í okkur kjúklinga burritos með allskyns grænmeti sem er gott!  Svo var sofið til klukkan 09.30 og lítið verið gert nema að hanga í tölvunni.  Ég skoðaði síðuna hennar Zou og þar sá ég link á danska fasteignasölu og er búin að vera stökk þar!  Með ólíkindum alveg ... sá svo mörg hús sem mér list vel á Whistling  Ja, for helvede!

Ertu Fugl

Bónorð blítt

Bónorð Blitt Akrýl á striga 20 x 50

Eða ertu Fiskur

Eldheitur Koss

Eldheitur Koss Akrýl á striga 20 x 50

Góð spurning hvort ég telji mig til þess að vera fugl eða fiskur.  Furðufugl og Sjaldgæfur fiskur!

Páll Rosinkrans syngur undurblítt til mín og segir; "you are so bjútífúl ..... to me" , ég er sátt við það og ætti kanski að slíta mig frá tölvunni og njóta fegurðarinnar sem dagurinn býður uppá!

Lítið sætt fiðrildi leggur af stað yfir hafið.  Skildi það staldra við hjá þér?

Þúsund lítil sæt fiðrildi leita að stað hamingju og gleði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Rosalega góður matur hjá þér og fallegar myndir ég er mjög hrifin af konunni og fisknum.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2007 kl. 17:55

2 identicon

Note to self:  Ekki lesa Þórdísarblogg þegar ég er svöng! 

Sunnudagsknús á þig, fallega 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 19:39

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Alltaf best............fugl eða fiskur skiptir ekki máli. Þú ert þar á milli alltaf!!!!!!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 00:41

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Eldheitur koss og fullt af fiðrildum hittu mig í hjartastaðKnús á þig sæta

Solla Guðjóns, 27.8.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband