Alein í kotinu ...

.... á meðan hinir sofa Sleeping

Það er tréormur sem nagar bókahilluna mína þvers og kryss, spurning um að bjarga bókunum áður en þessi ormur gerist lestrarhestur!  Annars hef ég verið að spekulera sem er gott .....

Með þér

Með þér Olía á Striga nokkuð stór.

Ákvað að máta tátiljurnar hennar Katrínar bloggvinkonu og koma með mynd sem snertir mig á sérstakan hátt, mynd sem heillar fáa en hefur sitt gildi fyrir mig.

Hér birti ég fyrstu svartfuglamyndina mína sem er mér kær, er máluð eftir upplifun frá annari tilveru sem óþarfi er að grafa djúpt í en þessi mynd er uppáhalds mynd sem hvílir sig á felustað þar sem hún kallar fram neikvæðar tilfinningar hjá Fjallinu mínu.

Ég hef stundum málað tilverumyndir sem færa mig úr stað, gera eitthvað svo mikið fyrir litla sjálfið.  Eitthvað sem er svo óútskýranlegt en gott og nærir hluta af verunni.

Þetta verður góður dagur, fullur af glæsileik og tilhlökkun.  Kanski ég þeyti kerlingar, hummmm.

Þegar gott verður betra þá er best að þenja vængina

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eigðu góðan dag Þórdís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.8.2007 kl. 09:06

2 Smámynd: Margrét M

það er svo gott að sniglast um í húsinu snemma að morgni á meðan allir svofa eigðu goðan dag

Margrét M, 27.8.2007 kl. 09:16

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þessi mynd ber það með sér að vera um eitthvað mjög sérstakt...eins og minning úr undirvitundinni sem er stöðugt að flakka með sálinni inn í alls konar víddir.

Svoleiðis myndir eiga það til að hrella annað fólk.

Ég las síðustu setningun á þá leið að þú ætlaðir að fara að ÞREYTA kellingar og foraðið mér hið snarasta. Er nógu þreytt ein og sér

Eigðu góðan dag fuglakona.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 09:46

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Zordís, ég hef eytt miklum tíma að skoða gamlar færzlur á síðunni þinni, allt þitt blogg er ein stór myndlistarsýning, og ég er mjög hrifinn af stílnum þínum, þú berð fram fegurð á afar fallegan máta. Guð blessi þig og haltu áfram þessu góða verki.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.8.2007 kl. 09:58

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er gjöf frá almættinu að við höfum möguleika á að skapa með minningu, hugsun eða því sem er ennþá dýpra, það er gott þegar fólk finnur tengingu við það sem maður gerir, hver út frá sinni reynslu og ekki reynslu !

það er alltaf gaman að sjá myndirnar þínar, ein af þeim heillar mig ekki meira en önnur, því allar segja mér þær sögu um þig.

fuglarnir þínir hvort sem þeir eru dökkir eða litfagrir segja mér sögu um hugargleði, angur, minningu eða allt í einu, þeir eru líka á vængjum eins og textarnir þínir og lífið sem þú lifir í yrti heimi eða þeim innri !

takk kæra bloggvinkona fyrir að vera

AlheimsLjós til þín

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 16:03

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Myndin segir mér frá einhverju erfiðu, er það í fortíð? Hver dó? Það er friður yfir henni. 

Marta B Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 21:44

7 Smámynd: Elín Björk

Mér finnst þessi mynd svo stór partur af þér, ein fyrsta hrafnamyndin ef ekki sú fyrsta sem ég sá hjá þér.
Ég væri til í spænskan hita og raka núna, spænskt verð á strigum og ekki síst, íslensk-spænskan félagsskap og tíst í bíbíhjónum
Endalaust knús til þín sætust

Elín Björk, 27.8.2007 kl. 21:47

8 identicon

Dagurinn hefur verið langur, en ætti maður ekki að segja að hann hafi verið góður? Knús knús og kossar til þín!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 22:00

9 Smámynd: Vatnsberi Margrét

knús og kossa

Vatnsberi Margrét, 27.8.2007 kl. 22:27

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Segi eins og drottingin af Dreka......myndin er góð,sorgleg meiningin fallleg en að öðru leiti er ég sammála Fjallinu þínu 

Solla Guðjóns, 28.8.2007 kl. 08:25

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Flott hjá þér að setja myndaalbúmin þarna...varð til þess að ég er að renna í gegnum þau núna og er náttla orðin sjúk.....lysta lystakona

Solla Guðjóns, 28.8.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband