28.8.2007 | 20:38
Eftir hádegisverðarboðið ....
.... fór ég beint í kjallarann. Fékk mér eina Coca Cola Zero þar sem ansi heitt hefur verið í dag. Kjallarinn eins og vænsti suðupottur. Sennilega hefði vatn með ferskri sítrónum og klaka verið skárri kostur en sykraði svarti drykkurinn en það er hollt og gott að vera vitur eftir á.
Mín var bara duglegust og gengur svakalega vel með Sjómannskonuna. Reyndar átti ég hroðalega erfitt með að mála úr græna litnum, enginn pensill hlýddi litnum og ég hallast að því að liturinn sé hráunninn þar sem hann var svo óþekkur. Liturinn kemur hins vegar vel út og mín er sæl með sitt.
Ég var í því að skipta strigum hingað og þangað, náði að brjóta glas og sulla helling!
Reyndar þá setti ég þennan titil á aðra mynd, breyti því sennilega, eða ekki ....... skiptir ekki öllu máli. Líklegast er nú að ég finni rétt nafn á hrafnamyndina áður en yfir líkur nema að ég geri 30 myndir með sama nafni, frá eitt til þrjátíu ..... Æj, ég er eitthvað svo soðin í hausnum
Þessi dagur hefur flogið áfram þöndum vængjum. Í pottinum mallar tómatsúpa og vatnsflaska bíður átekta í frystinum. Óhollt en gott að teiga ískallt vatnið! Ætla að skríða snemma upp og lúlla í hausinn á mér ..... Draumalandið bíður og ég er spennt að leggja hausinn minn á koddann!
"Er til í ævintýri svo ég ætla að bjóða það velkomið"
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Gg myndir..ég loka augunum og ség veggina mína fyrir mér.
Solla Guðjóns, 28.8.2007 kl. 20:57
Þórdis mín ég var líka með tómatssúpu með osti yfir. Þetta eru gullfallegar myndir, enda ertu mikil listakona. Dreymi þér vel elskan.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.8.2007 kl. 22:52
Flottar myndir sem þú gerir
.....Var a spá í þessar fugla myndir þínar..ekki kæmi mér á óvart þó að þú farir oft á "flug" með þeim..eða viljir vera "frjáls sem fuglinn svífandi um loftin blá"..Sofðu rótt, hafðu hljótt, í alla nótt...
Agný, 29.8.2007 kl. 01:00
fínar myndir eins og ávalt ...
Margrét M, 29.8.2007 kl. 13:22
"Bónorð blítt" finnst mér stílhrein og falleg, einnig finnst mér nafnagjöfin afar góð, því ég veit að erfitt er að finna viðeigandi nöfn á sumar myndir. Mér finnst best að hlusta á gagnrýni annara og þá kemur oftast e-ð nafn í hugann. Guð blessi þig og þitt skapandi starf Þórdís.
Bryndís Böðvarsdóttir, 29.8.2007 kl. 20:59
Ég gleymdi að logga konu mína út, en það var ég sem skrifaði athugasemdina hennar Bryndísar ...
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.8.2007 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.