Laangur daagur ....

.... vaknaði á skikkanlegum tíma, þreytt og föst í einhverju ævintýri!  Fjallið mitt hvíslaði í eyra mér að hann væri að fara með bílinn í skoðun!  Ahhh. já, brúðkaupsbílinn okkar!

Lítill Citroen AX týpa sem er eins og sálarfélagi ektamaka míns.  Er hægt að vera afbrýðissöm út í bíl?  LoL  Ég er allavega komin tæp 2 ár aftur í tímann, stödd á sviði í mínu eigin brúðkaupi ... íslenska og danska fjölskyldan mín ásamt íslenskum og spænskum vinum gerðu þennan dag hreint yndislegan og eftirminnilegann.

Athöfnin er efni í heila færslu en við skulum skippa yfir þann hluta og vinda okkur á forward takkann og hlaupa yfir limmuna hvítu og matinn og kampavínið, sverðið og tertuna, yndislega þverflautuleikarann og sjálfa nóttina.

Pjúffff....

Morgunverðahlaðborð með öllu tilheyrandi ... elskulegur eiginmaður minn færði mér morgungjöfina og bauð mér í fyrsta bíltúrinn sem eiginkona, hans einka kona .....  Blasti ekki við litli krúttlegi bíllinn sem ég þvoði með hársápu til að sjæna örlítið til.

Brúðkaupsbíllinn
 

Inn í þessari litlu sardínudós ókum við nýgift og smælandi framan í heiminn .... Tókum kaþólska kerfið í bakaríið, byrjuðum á því að búa saman, konan setti heilt barn í búið og við tók ný reynsla, nýtt tungumál og ný slípun.  Allt svo hrátt og nýtt ... nýr heimur og viðhorf.

Í dag hlúum við 4 að fjölskyldukjarnanum og erum gjarnan hávær, hláturmild eða með úfinn á tungunni.  Á hverjum degi gerast nýjir hlutir, stundum leiðinlegir en oftast þó ákaflega litríkir og skemmtilegir. 

Ég er lánsöm og hver veit nema ég endurtaki rúntinn og blikki Fjallið mitt, skundum svo á hljóðann stað með börn og buru og njótum helgarinnar með AX inn sem er í fullu fjöri!

hvítar rósir

Já og blómvöndurinn varð e. heima ..... gleymdist!  Úpps Tounge

Það hlýtur nú varla að vera slæmt, eða hvað?

Kjóllinn kom 15 min fyrir athöfn en hann týndist á flugvellinum ... kom sérsendur frá Danmörku hinni dásamlegu ..... Ef Guð og almættið tóku ekki þátt þá veit ég ekki hvað! 

Lifandi og liðnir ... gerðu þennan dag einn af þeim ánægjulegustu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fjallið þitt er góður ég vildi að ég ætti svona gott fjall en ég á svona góða  sítrónu bíl glæ nýjan það er gott elsku Þórdis að dagurinn var  góður hjá þér þú ert dásamleg manneskja.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.8.2007 kl. 00:45

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég efast ekki um að æðri máttarvöld hafi verið með þér og ykkur þennann frábæra dag. Svona dagar eru fínar minningar sem endast alltaf.

Það er svo frábært að eiga góðar minningar en lifa jafnframt í núinu.

Þú hefur átt að eignast þetta fjall....þessi dagur og allir aðrir verða fínir ef við bara viljum.  Kveðja  Sóldís   

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 30.8.2007 kl. 11:53

3 Smámynd: Margrét M

skemmtilega mynningar hjá þér

Margrét M, 30.8.2007 kl. 13:42

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Skemmtilegar minningar

Vatnsberi Margrét, 30.8.2007 kl. 15:15

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

dásamlegt ! og auðvitað kom kjóllinn frá Danmörku og talaði dönsku,

flottur bíll og rómantíkin hefur verið á háu, halda því við, það er best

AlheimsLjós til þín mín kæra

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 15:31

6 Smámynd: Hugarfluga

Falleg minning, Zordís mín. Ég á mér einmitt líka fjall, sem ég kalla "klettinn minn" og það er best í heimi. Þú sérð það fallega út úr öllu og opnar augu mín til að gera slíkt hið sama. Takk fyrir mig

Hugarfluga, 30.8.2007 kl. 16:58

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Stórt smúss á þig,flotttar hvítar rósir......á eftir að lesa,,Later

Solla Guðjóns, 30.8.2007 kl. 23:28

8 identicon

Góðar minningar geta yljað manni svo vel. Sem betur fer á ég þó nokkrar síkar og er heppinn með svo margt. Verður ekki jákvæðnin og trúin alltaf að ráða ríkjum? 

Knús og kveðjur

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 08:02

9 identicon

Fallegar minningar í minningabók ykkar. 
Dagurinn ykkar hefur greinilega verið yndislegur.

Góða helgi

Srósin (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 15:10

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Fallegar og góðar minningar.

Svava frá Strandbergi , 31.8.2007 kl. 15:34

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Falleg minning. Dýrmætt að eiga svona góðar og fallegar minningar til að horfa til, hvort sem manni líður vel eða ekki, og kannski ekki síst þegar ...ekki Takk innilega fyrir þetta  og knúþ til þín

Marta B Helgadóttir, 31.8.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband