31.8.2007 | 23:29
Fyrirheit .....
Ég sit hér ein að hlusta á konu sem er Unnartrúar, Unnur vinkona Katrínar bloggvinkou, kona sem ákallar gyðjur, og ég er sem sagt að hlusta á þessa litlu sætu konu sem hefur afskaplega ljúfa stelpurödd. Yndislegur spyrill og falleg kona sem gefa kvöldinu virkan blæ!
Ég er brún og sé ekki hvaðan þetta kemur. Allt brúnt virðist laðast að mér og heillar mig upp úr glansrauðum tréklossunum mínum. Við hjónin erum að undirbúa ákveðna hluti sem eru að fara að gerast í okkar lífi. Jákvæðir hlutir sem eiga að lyfta okkar lífi upp á mýkra plan. Ég finn það líka að þegar hugarorkan mín er mild þá er líf okkar allra betra.
Að velja farveg orkunnar er dásamleg eind í hinum eina sanna hring og án hans spring ég gjörsamlega. Ég þarf útrásina og nýt þess að skapa, nýt þess að sitja ein þegar hinir sofa og semja línur og ljóð. Syng og safna rissum í bókina mína rauðu.
Fyrirheit oLÍA á Striga 100 x 81
Búin að vinna aðeins í þessari mynd sem er unnin í þema sem tilheyrir ást og sameiningu. Held ég sé að finna lausu endana en tíminn hefur enn ekki gefið mér að ljúka við hana. Það kemur án efa!
Það er gott að hlusta á íslensku, Unnur Lárusdóttir er ljúf og ég býð ykkur góða nótt kæru vinir.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Mig langar að taka undir það, góða nótt.
Marta B Helgadóttir, 31.8.2007 kl. 23:56
Þú er dámsleg og góð elsku Þórdís mín og yndisleg listakona og falleg mynd eins og þú ert.
góða nótt ljósið mitt.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.9.2007 kl. 00:58
Mikið ert þú stórkostlegt sálarmýkingarefni Þórdís mín. Ég ráðlegg öllum sem hafa úfið skap að kíkja á síðuna þína, fallegu orðin þín og listina þína. Og hananú!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.9.2007 kl. 01:20
Buenas noches, mi amiga. Sofðu rótt og yndislegar hlýjar kveðjur til þín frá Agureyris!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 01:48
Hahah já ég sá að Lísan okkar vinkona þín var að hlusta á það sama á sömu stundu
Solla Guðjóns, 3.9.2007 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.