Af hverju málar þú alltaf rauðvínsglös ...

.... þér sem þykir kampavín svo gott sagði ein vinkona mín áðan.

Við fórum í kjallarann og hún var að skoða hinar ýmsu myndir sem eru að kaffæra 75 m2 kjallaraskúminu mínu.

Spurning hvort ég sé að mála vínglös eða hvort ég setji litað ljóðbrot á striga sem kallar fram minningar í huga hvers og eins.  Rautt glas = rauðvín, blátt glas = vatn, grænt glas = hvítvín eða kampavín ......

Alein
 
Án Titils
Við Sjávarmál
Fyrirheit
Kvöldstund
Fjallkonan

Ég hef ekki leitt hugann mikið að þessu og gat ekki miklu svarað til um þetta.  Ansi margar myndir eru með konum með rauð glös, græn glös og eins og sjá má í síðustu færslu blátt glas.

Heart

Mér finst gaman að mála dýr, konur, glös og ávexti.  Mér finst karlarnir mínir þurfa verndarvæng konunnar ................. skrítin skrúfa hún ég en það geta mínir vinir vottað um að ég er bara nákvæmlega eins og ég er og lítið er við því að gera.

Ég á vini, elskulega vini sem ég hef hvergi nálægt mér, sem ég sakna ..... kanski hluti af því að eldast, fá hrukku hér og vaxa og lifa með ákvörðunum sem teknar eru.  Ég ákvað að flytja í burtu og koma mér upp mínu eigin kóngsríki án alls nema þess hugar sem bar mig.  Já, hér er ég og er enn að spekulera í því sama.  Þegar upp er staðið þá er alveg sama hvar við erum, hvort við höldum á rauðu glasi eða bláu, hvort við erum eitthvað eitt eða annað.

Friðurinn í hjartanu og sáttin er það eina sanna sem við þurfum að hlúa að.

Hver veit nema ég fái mér rauðvín í tilefni þessarar rauðu færslu .... samt eru ekki miklar líkur á því en hver veit hvað kvöldið leiðir konu eins og mig til að gera. 

Af hverju mála ég rauð glös, spurning?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið eru þetta fallegar myndir það eru svo fallegir litir í myndunum. Eigðu gott kvöld. Þórdís mín

Kristín Katla Árnadóttir, 1.9.2007 kl. 20:01

2 identicon

Ég vildi ég ætti rauðvín, því mig langar í glas núna. Læt Diet Coke og nammi duga í bili.

Rauður er litur ástarinnar ... ertu ekki bara svona ástrík?


Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 21:14

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Þegar ég sá fyrirsögnina þá hugsaði ég"kampavín"

Já þú ert bara þú.....sem betur fer.

Solla Guðjóns, 3.9.2007 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband