Viltu með mér vaka ...

... vaka í nótt ?

Í kyrrð nætur kyrjar Ragnhildur Lummusöngva ásamt félögum sínum ...............

Lítil eðla skríður á háu grindverkinu, hún fylgist með mér og hungrar í nærveru.  Eðlilega býð ég hana velkomna í heim Lótusblóma, Haway rósa, sefgrass og hinna ýmsu gænblöðunga.

Fegurð tveggja blóma

Í Haway trénu búa lítil álfahjón sem ferðast um á hvítu breiðvængjuðu fiðrildi.  Ég skil alltaf eftir vott fyrir þau sem hvísla fallegum litum út í portið mitt.  Sefgrasið er sem ævintýri músapa sem þyrlast milli greina er grípa ævintýrin sem staldra við að mér fjarstaddri. 

Hér kom mús er gerði sér dælt við smáfuglapar, þau rökræddu heimsins erjur og hristu haus yfir heimsku mannana.  Svo kom ég heim og spekuleraði hvað smáfuglarnir hugsuðu!  Tíst hér og tíst þar sagði allt.  Ég er ein af mönnum, eitt sinn ekki ég var.  Nú er önnur tíð og tími til kominn að slá garðinn og hirða umhverfið sem jafnan er fríðari handann heima. 

Lítil álfamaer

Hingað kom ég með hlutverk, skapa mér hæfni til að vera og þakka.  Finna yl og ljóma þess að stíga niður fæti.  Geta verið ég í umhverfi allsljóss og friðar.  Í dag er ég kona sem svífur og tengist þekkingu fyrri kennda.

Í nótt skal ég vaka, horfa í augu þín, biðja um friðinn sem ég verðskuldaði mönnunum fyrir svo mörgum öldum.  Líf á móti lífi, aldur til eldri staða sem ekki tilheyra nútið.  Ég hverf til baka í vök sem engann enda tekur.  Líf í lífi sem lifir endalaust!

Viltu með mér vaka um eilífðartíma, um stund stunda, um hugtakið eina sem leiðir saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já við skulum vaka um allar eilífðar nætur og daga umvafðar ævintýrum manna og engla. Hlægja og muna allt sem kemur úr framtíð og blandast fortíð. Sofðu vært ævintýralega vinkona. Er núna að horfa á þátt um ævi Pavarotti...snillinginn sem gladdi margt hjartað og kallaði fram tárin með sinni himnesku röddu.

Nú breytist allt eina ferðina enn..finnuru????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 6.9.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Ég vakti með þér í nótt, þú komst allavega í huga mér þegar ég var andvaka

Álfahjón er ekki slæmt að hafa.

Knús og kossar

Vatnsberi Margrét, 7.9.2007 kl. 08:42

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú et yndisleg. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.9.2007 kl. 09:36

5 Smámynd: Margrét M

þetta var skemmtilegt að lesa

Margrét M, 7.9.2007 kl. 12:16

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Veistu suss..stundum loka ég augunum þegar ég er búin að lesa þig..falleg blóm..eðla fiðrildi og englar og ég finn liktina og rakann í nóttinni á Spáni...Grámyglan sem ég var í fyrir stundu gufar upp.

Lovlov

Solla Guðjóns, 9.9.2007 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband