Í miðjunni ....

Mér datt sísvona til hugar börn sem vega salt, þegar einhver stendur á sjálfri stönginni og vegar til beggja hliða.  Stendur grafkyrr en flýtur með eins og vindurinn.  Alltaf á sama stað en samt á fleygiferð.

Mér datt ekkert í hug, sat ein með sjálfri mér og náði ekki heilli hugsun og dvaldi ein í miðjunni .... þeirri einu sem tíminn staldrar við og gefur þér færi.  Sitja innst og búa til eigin sápukúluveröld og snerta fagra tóna og njóta fegurðar útsýnis.  Renna saman í eitt með alheiminum og játast honum.

Taka af skarið og móttaka blessun, móttaka ljósið og eigin val.  

Mig langar mest til að fara í litlu kúluna mína og skilja sparigallann eftir og fljúga um veröldina, sáldra svo töfradufti á rétta staði.  Vera raunveruleg og sýnileg, vera blóm á engi eða urð í fjalli. 

Sápukúlukonan

Í fjallinu vex blómið sem ber litina einu, hreinu.  Ég á erindi þangað og kem svo aftur heim.

Sparigallinn liggur eftir samanbrotin á gólfinu, ég veit að ég þarf að hverfa í hann sem ég geri því ég lofaði því.  Krossaði hjartastöðina og lofaði eilífum sannindum.

Mér finnast blóm falleg og líka fjöll, uppáhalds ilmurinn ert þú sem stendur á móts við augun sem gefa þér gaum og opna veröldina fyrir morgundeginum.    Fætur mínir standa styrkir og vega salt eins og þeim ber vísa til. 

Veröldin er miðjan og þar er gott að vera.

Þegar ég stend í miðjunni

þá man ég oft til baka

prakkarakrakki

at og grín

lífið ljúft að lifa

þegar ég stend á miðjunni

þá man ég oft áfram

kerlingarhró

með hatt og staf

í huga barnið ljúfa

Heart

"Kanski ég haldi mér bara til hliðar"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er svo fallegt elsku Þórdís mín mér finnst gott að heyra svona þú ert engill í guðs mynd.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.9.2007 kl. 23:08

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Vá, fæ gæsahúð, tek undir með Kristínu Kötlu....þú ert sannkallaður engill i guðsmynd...eigðu draumfagra nótt.

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 23:33

3 Smámynd: Margrét M

það er svo greinilegt á skrifum þínum sem eru svo falleg að sálin þín er komin langt á sýnum þroskaferli svo ekki sé meira sagt ..

Margrét M, 14.9.2007 kl. 09:59

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Komdu ævinlega blessuð fagra sál sem vegur salt á lífinu og leyfir þér að vera til í fegurstu myndinni.

Bara yndislegt að fá innsýn í hugarheim svona konu eins og þín.

Takk ljúfust!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 10:42

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

falleg eru orðin þín , ætla að hugsa um þau í dag !

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.9.2007 kl. 10:47

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mikið er þetta fallegt hjá þér Þórdís. Takk.

Marta B Helgadóttir, 14.9.2007 kl. 23:06

7 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þú ert svo sannarlega ljóðræn og listamannekja í öllum þínum færslum, ég hélt í byrjun að þú værir af annarri plánetu en hef nú sannfærst um að þú ert svo sannarlega þessa heims, manneskja af holdi og blóði.

Talent , eða hæfileikinn til að skapa er til staðar í þér og við bloggvinirnir njótum góðs af. Ekki vera til hliðar, vertu í miðjunni og snertu fagra tóna og njóttu útsýnisins og leyfðu okkur að njóta þess með þér.

Takk.....Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 15.9.2007 kl. 10:43

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ..elskling ..að lesa bloggið þitt hefur oft bjargað deginum og gerir það svo sannarlega núna á þessum hrissingslega rigningarmorgni á klakanum.......þú einhvern veginn lést mig muna að á bak við dumbunginn í loftin skín sólin.

Solla Guðjóns, 15.9.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband