22.9.2007 | 16:57
Allt ofar Sól er ástin hrein ....
Ég er búin að sitja við og leysa verkefni í allan dag. Var að ljúka við 5 blaðsíðna umfjöllun á okkar ilhýra máli. Ekki laust við að ég sé búin að hræra vel í gömlum sellum sem hafa notið þyrnirósarsvefnsins eina sæla.
þyrnirós er og hefur alltaf verið mér hugleikin, spurning hvort það er vegna "samfaranna" þegar hún vaknaði úr djúpum svefni æskunnar ...... sjá komment frá Guðný Svövu bloggvinkonu við síðustu bloggfærslu! Greining barnabókmenntanna er skemmtilegt fag og kemur hugsun á flug.
Saman á ný 18 x 24 Akrýl á pappír
Ástin er mér hugleikin sem endranær. Þá sterku sól sem ég ber í hjarta og nota sem höfuðfat vil ég aldrei glata, aldrei horfa á eftir né missa. Í hjartanu ólgar blóð sem sameinast náttúrunni, umheiminum og þér. Án ástar erum við ekkert, allslaus í heimi sem hefur enga merkingu.
Á gangi 18 x 24 Ákrýl á pappír
Ástin er ekki bundin við hold né haf, ástin getur kúrt í minnsta stein, í sumarsins kviðu eða atloti blíðu. Hugarfóstur sem ferðast um geim og aftur heim. Á gangi, hún fór með litla fiskinn sinn, þau voru hvorki fugl né fiskur í vængjuðum heimi fegurðar sem endurspeglaðist við himnaríkis dyr.
Ég er ánægð að vera búin að ljúka þessu fyrsta verkefni vetrarins. Klukkan er að nálgast 19.00 og Fjallið mitt fór að panta borð á veitingarstað í bænum okkar sem iðar af mannlífi. Í kvöld verða skrúðgöngur í bænum þar sem hver bæjargata ekur um á skreyttum vögnum og íklæðist skrautbúningi ..... Við ætlum að fylgjast með og taka þátt í anda þótt við klæðumst ekki eins og indjánar eða kúrekar.
Þess í stað höldum við á The Market Street sem er enskur hágæða veitingarstaður ásamt ömmu mús, mömmu og pabba. Það er kominn tími að fara úr náttfötunum og föndra eitt stk. andlit þar sem ekki veitir af.
Laugardagskvöld framundan með fjölskyldunni. Já og svona rétt í lokin þá er ég búin að hlusta á "Mannabarn" með Eyvöru í allan dag. Þvílíkt hnossgæti og eyrnakonfekt kona þarf eitt stk. hundasúru til að ranka við sér eftir nærandi og fagra þjóðlaga tóna sem ilma frá þessari fallegu konu.
Með von um yndislega kvöldstund öll kvöld
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Vóhó - þú slærð sjálfa þig út núna. Þessar myndir eru geggjaðar!!!
Já, hún er yndisleg hún Eivør - og heillar alla uppúr skónum, nema stóralitlaGerpið mitt.
Njótið tímans með ömmu, mömmu og pabba.
Þarf að þjóta og skoða bloggin hjá Gyðjunum okkar - kem svo aftur í kvöld að lesa meira ... er sko búin að missa af öllu undanfarið ... brjálað að gera, hehe.
VönduBrönduKnÚs
Lísa (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 17:28
Ji, þú ert svo mikil blúnda, Zordís!! Geggjaðar myndir. Mig langar einmitt svooo í diskinn með Einvöru. Hún er gyðja af Guðs náð, ekki spurning. Hef staðið meter frá henni performera og hún hefur útgeislun á við 100 þúsund vött! Stórt knús yfir hafið og heim.
Hugarfluga, 22.9.2007 kl. 18:26
Einvöru? Díses ... Eivöru meina ég.
Hugarfluga, 22.9.2007 kl. 18:27
Gullfallegar myndir elsku Þórdís og skemmti þið ykkur vel í kvöld...
Kristín Katla Árnadóttir, 22.9.2007 kl. 20:59
Ég fæ fiðring í hjartað Zordís mín...myndirnar eru yndi og ástin ósauðleg eins og alltaf..og verður. Eyvör er heilandi og sterk kona sem gefur allt...það er það sem skiptir máli. Rétt eins og þú. Listin er lífsins brauð og vatn. Bestu kveðjur til þín elskulegust.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.9.2007 kl. 22:39
Litríkt líf og ástríkt ... það er alltaf gefandi að "koma í heimsókn" hérna til þín. Mannabarnið hennar Eyvarar vörar ...? er það lag sem er mest í hausnum á mér þessa dagana... ótrúlega trekkjandi og fallegt.
Kossar og knús
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 23:38
Fíla myndirnar!! Að ástin sé ´ósauðleg´ fannst mér nokkuð skondið hehe
gerður rósa gunnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 12:47
Leit við og naut lestursins að vanda. Takk
Myndirnar eru gullfallegar
Marta B Helgadóttir, 23.9.2007 kl. 13:00
Æðislegar myndir!
Og hey! Ég kíkti í ráðhúsið í gær.... var því miður ekki með myndavélina en men, skal gera mér aðra ferð á næstunni og senda þér svo....
Ohh, hvað ég hefði viljað vera með í skrúðgöngunni.... eða bara vera með þarna megin hafsins
*Knúsísmúsí* elsku vinkona!
Elín Björk, 23.9.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.