24.9.2007 | 11:52
Íslenskir karlmenn, einfaldlega flottir!
Í framhaldi af síðustu færslu um tígullengan karlmann, sem gengur um með fögru og sexý göngulagi!
Það er eitthvað við þennan mann sem ég nefni hér að neðan, eitthvað sem óþarft er að útskýra með orðum. Talandi um sexý og tígullega einstaklinga þá eru flestallir íslenskir karlmenn með þetta sexý lag, hraustir og heillandi.
Hvað er mín típa er svo annað mál. Típan mín er mín sálarstoð í gegn um ár og aldir! Þegar ég leit í augun á Fjallinu mínu þá vissi ég að hann var mín típa. Hann þessi eini sanni.
Hann var hálfpúkalega klæddur í gallajakka með uppbrettar ermar. Skeggjaður og sat við barinn og drakk kaffilögg. Hann var að bíða eftir vini sínum sem vann þarna.
Það gerðist eitthvað hjá okkur báðum sem fékk hjörtu okkar til að slá örar. Hann var með þessa líka sexý sál og tígulegu umgjörð þótt að gallajakkinn hafi ekki dregið mig að.
Típan mín er með djúp augu með tignarlega umgjörð. Hann er maðurinn sem ég ann og hef unnið í gegn um lífin sem ég hef varla tölu á!
Mosi af mosa, stjarna til stjörnu flýg ég um á kústskaftinu mínu með viðkomu í lítilli lind sem gott er að dreypa af þegar þorstinn sækir að. Í lindinni eru fagrir fiskar sem stökkva yfir vatnsborðið og sveifla sporðinum og blikka þá sem fara um.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Æi hvað þetta er fallegt hjá þér, njóttu hamingjunnar Þórdís mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2007 kl. 12:27
Vatnsberi Margrét, 24.9.2007 kl. 12:48
Að hitta þennan eina, sanna og rétta, það er sko ekkert smámál.
Til hamingju....
Sóldís Fjóla
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.9.2007 kl. 13:14
Ji, hvað þú ert rómantísk, dúllan mín. Mikið samgleðst ég þér yfir ást þinni!
Hugarfluga, 24.9.2007 kl. 18:28
Mikið er þetta fallegt Þórdís, njóttu vel
Marta B Helgadóttir, 24.9.2007 kl. 22:55
Svava frá Strandbergi , 25.9.2007 kl. 00:19
Huld S. Ringsted, 25.9.2007 kl. 17:26
Segi bara eins og dóttirin hann er svo sessí með pessí ...eitthvað svakafyndið hjá gélgjum.
Svo undarlegt sem það nú er er ég aldrei að pæla í svona kynþokka út liti...Ætli mr.Pálmason hafi ekki náð að halda athygli minni svona vel bara
sessý-knúsl
Solla Guðjóns, 26.9.2007 kl. 02:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.