26.9.2007 | 07:57
Hljóð ...
Í sjálfri mér hvílir hljóð, ég skynja sjálfa mig og er komin í ákveðið tómarúm stend á malbikinu og horfi fram á við.
Í hljóðinu heyri ég ljúfan tón óróans er blaktir í mildri sjávargolunni, ég sé litla mölflugu dirra og blirra í húminu ..... hvert er hún að fara? Hver veit hvert hún fer, allavega ekki ég!
Í hljóðinu með fallegu lífsins ljóði þar sem ástir og undur gerast í hverju skoti. Tilfinningaskalinn eins og regnbogaleiftur frá einum lit að öðrum.
Eitthvað er ég tóm í dag
sem eldgömul skyrdolla.
Kyrja "imagine" kósý lítið bítlalag
argintæta með væna kollu.
(klippti mig sjálf í gær og á enga mynd)
ÍMYNDIÐ YKKUR BARASTA
Í bænum okkar er markaðsdagur, kaupmenn götunnar hefja raust sína í von um viðskipti hins erlenda ferðamanns. Miklir peningar streyma vasa úr vasa, í vasann minn, í vasann þinn. Þúsundkarlinn kemur víða við og hver veit hvar hann endar.
Kanski sem snepill í þéttri bankabók eða gladíóla í fögrum skrýddum garði.
"Kanski" er eitthvað sem engin veit fyrr en á það reynir.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:11 | Facebook
Athugasemdir
Já gangi þér vel í dag Þórdís mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.9.2007 kl. 08:51
Knús og kossar

Vatnsberi Margrét, 26.9.2007 kl. 10:02
já það er forvitnilegt og skemmtilegt að fara á markað á spáni, ég hef farið á nokkra slíka .. eigðu góðan dag kæra Þórdís
Margrét M, 26.9.2007 kl. 11:55
ég elska hljóð ... en stundum þrái ég hljóðleysi.
Knoss frá Akureyri!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 13:33
Væri til í að sjá þig með nýju klippinguna - varstu nokkuð að fikta með bartskerann? ...neee, segi svona ...
Pappakassa&tússpennaKnÚs - Þú tekur kvöldið með trukki, ekki málið.
P.s. Hehe ... Rauðhetta bara í stuði ...
Lísa (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 16:00
Knús til þín
Marta B Helgadóttir, 26.9.2007 kl. 20:22
Æ elsku Zordís er enginn endir á listrænu flæði þínu..markaðir og munaður. Allt finnur maður hér...frábærlega flink er konan með orðin og hughrifin. Að skapa ímyndir sem gefa svona insýn er ekki ölllum gefið.
Sofðu ljúft himnafley!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 21:53
Knús og kossar yfir hafið til þín dúllan mín
Gangi þér ógó vel með flutninginn!
Elín Björk, 27.9.2007 kl. 17:53
Takk fyrir ábendinguna i dag. Er búin að flytja mig.
Kyss og knús til ykkar allra.
Inga Steina

Inga Steina (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 19:56
Inga Steina (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 20:01
Listrænu ímyndunarafli þínu eru engin takmörk sett. Ég skynja þetta allt með þér. Góðar stundir, Zordisin mín.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.9.2007 kl. 23:15
Hææææjjj..
Kolluknús.......er að velta fyrir mér hvort sé ekki bara sniðugt að fá mölflugu í hausinn og láta hana ríma til fyrir öðrum hugarflugum


Solla Guðjóns, 28.9.2007 kl. 08:22
Eitthvað er ég tóm í dag
eins og eldgömul skyrdolla....
Já þessa líkingu skil ég sko vel. Þetta er einstök tilfinning og verður ekki líkt við neina aðra..hahaha.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.9.2007 kl. 18:53
Myndin og kortin komin með heiðrstað upp á vegg :)
Vatnsberi Margrét, 3.10.2007 kl. 09:45
Noh, það er nú alveg ómögulegt að vera eins og tóm skyrdolla en það hefur nú hjálpað að syngja Imagine, ikke?
Margrét Birna Auðunsdóttir, 5.10.2007 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.