29.9.2007 | 11:52
Vængjafiður og Guarana .....
.... Ekki veitir af aðstoð norðlensku guðanna! Ég ákalla þig nafni, ég ákalla þig Loki ( vona að loki taki vænan kipp þegar eitrið fellur í auga hans ) ég ákalla þig Freyja þu yndislega meyja!
Ég er búin að vekja upp heilan Indjánaflokk sem hljóp með mér um sléttur og lendur Kanada, einnig búin að útbúa smyrsl til að bera á bak við eyrun á mér. Er svo þurr á bak við eyrun sem orsakar öndunarerfiðleikum fyrralífs Atlantisbúa! Nú væri gott að hnipra sig saman og taka svo væna dýfu, en það er ekki á allt kosið sem argintætan kýs í duttlungum fjölbreytilegs persónuleika.
Pælingar hjá syni mínum
Drengur "Mamma hvernig fær maður vængi"
Mamma "þeir vaxa út frá herðablaðavængjum þínum"
Drengur "ahhh, já. En fær maður stóra vængi?"
Mamma " Jafn stóra og þú ert búinn að vera góður"
Drengur "ahhhhh, kanski ég fari þá bara eitthvað annað" mjög huxandi!
Mamma "litlir vængir eru líka sætir og svo stækka þeir"
Drengur "ahhhh, ok þá fer ég bara þangað með þér" .......
Engladagur í bænum okkar. Erkiengillinn Mikael er dýrkaður í bænum okkar er heitir í höfuð hans. Við vöknuðum við sprengjur í áramótabombum eins og við Íslendingar notum um áramót og það eru engin lát á gleði sprengjusérfræðinganna! Við fögnum og tökum þátt í gleðinni á okkar máta.
Í dag erum við að mjatla okkur við flutninga í nýja húsnæðið okkar og það er mikið verk fyrir höndum. Ég er ekki frá því að ég eigi eftir að vanrækja ykkur kæru bloggvinir en þið sem viljið koma skilaboðum áleiðis sendið mér linu á zordis@zordis.com ....
Vala frænka eignaðist myndarlegan dreng þann 27 september, algjöran dúlludreng sem ég fæ vonandi að sjá sem fyrst! Til hamingju elsku Vala og Nonni með frumburðinn ykkar!
Með fiðurbragð í munni og Guarana skammt til inntöku bíður mín strembið pökkunarstarf!
Kveð ykkur mín kæru and wish me luck!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég er með fiðurbragð í munni og líkami minn er alsettur goose-bumbs...takk fyrir fallega færslu elskan.
Heiða Þórðar, 29.9.2007 kl. 13:01
Ég er líka að setja mig í stellingar og pakka niður þessu lífi til að byrja það næsta. Þetta er verk og vinna .....erum í sömu stígvélunum Zordís mín..Loki og Mikael eru velkomnir hingað líka til aðstoðar. Ekki veitir af vængjum og alles.
Knús!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.9.2007 kl. 15:57
Gangi ykkur vel í flutningunum
Vatnsberi Margrét, 29.9.2007 kl. 18:39
kæra zordis gangi þér vel við flutningana ! upphaf er gott
Fallegan sunnudag til þin
AlheimsLjós til þín líka
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 05:42
Elsku frænka!
Gangi þér rosalega vel með flutningana. Vonandi er þetta upphaf af spennandi ferð fyrir ykkur öll.Knús
Inga Steina (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 06:45
Til hamingju með Völu frænku ... og bestu kveðjur og gangi ykkur vel í flutningum. Ég er flytjandi hellings húsgögn með ykkur í anda!!! Kossar og knús frá Akureyri, sæta dúlla!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 10:00
Til hamningju með flutingana, brösugt á meðan á því stendur en kaflaskil eru líka góð
...og til hamingju með litla frændann
Marta B Helgadóttir, 30.9.2007 kl. 11:46
Pakki pakki pakki .... dugleg ertu! Stundum fúlt að pakka niður til þess eins að þurfa að pakka upp úr kössunum aftur. Vona að þið finnið gleði og gæfu á nýjum verustað .. og til lukku með frændapíslina!
Hugarfluga, 30.9.2007 kl. 15:04
Til hamingju með flutningana elsku Þórdís mín og til hamingju með litla frændann engla kveðja frá mér.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.10.2007 kl. 11:08
Til hamingju með frændann :)
Knús og kossar
Vatnsberi Margrét, 1.10.2007 kl. 14:06
gangi ykkur rosalega vel að pakka
Margrét M, 1.10.2007 kl. 14:29
Þú ert best elsku Þórdís mín í öllum heiminum.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.10.2007 kl. 23:22
Pökkum saman.......hvað á að vera og hvað má fara???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 01:33
Gangi þér vel ástin.
Solla Guðjóns, 2.10.2007 kl. 21:57
Er greinilega ekki búin að fylgjast nóg með , en hvert ertu að flytja???
Inga Steina Joh, 3.10.2007 kl. 06:38
Gangi þér vel, mín kæra Zordis.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.10.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.