Uppúr kassa ....

Ofaní kassa, uppúr kassa ... skíst manneskjulegt trúðsandlit .... Mikið skelfing hlakkar konutetur til þegar allt er búið.

Hálfnað verk þá hafið er

Syng lagið "litlir kassar" allan daginn og hugsa um útvarpsmann í bítlaskóm! 

Það er allt að gerast hjá Ramon fjölskyldunni.  Gengur bara vel að flytja á litla brúðkaupsbílnum.  Litlir bílar eru oft mun stærri en augað nemur!!!  Við flytum allt á toppgrindinni með augu nágrannana uppglennt.  Í miðjun flutning kom hellidemba með drumbuslætti nafna míns Þórs.

Flutningur á milli stada
Viðurkenni að það væri notalegt að flytja án alls draslsins   Ég ákallaði guðina í einhverri af fyrri færslum og þakka þeim fyrir að hafa haldið leið okkar greiðri í þessum ham.  Það flæddi inn hjá nágranna mínum í annað sinn á skömmum tíma. 

Sundurslitin færsla engu líkarara en hér sé að verki mæðuveik rolla

Á að skila verkefni fyrir kvöldið.  Ljóðskáldið Jóhannes úr Kötlum er aðalmaðurinn núna og ljóðið Morgunsöngur fær smá umfjöllun.  Kassahvíld og kanski nokkrir kaffibollar ef ég næ að læra á nýju kaffikönnuna.  Set inn mynd af henni síðar Joyful

Já, á meðan ég man ..... svo undursamlegt sem það er þá fór ég út í portið á gamla heimilinu um daginn og ákvað að spjalla við blómálfana og þær hulduverur sem stökkva á milli blaða!  Ég sagði þeim að nú værum við að flytja og það mættu allir koma svo framarlega sem þeir kæmu í góðri trú og gleði.

Ilmurinn af þér ...

Daginn eftir gerðust undur því ein Jukkan mín hafði tekið að blómstra þvílíkt ilmandi blómum að ég viðurkenni að svona lagað hef ég aldrei séð.  Þarna vissi ég að litlu verurnar voru að undirbúa flutninginn sinn með þessari yndislegu gjöf sem blómið veitti. (mynd síðar)

Okkur er boðið í 4 og 0 afmæli í kvöld ..... kanski við skellum okkur, hver veit!  Þarf að finna gjöf, vera dugleg að læra, skila inn verkefni og pússa grænu skóna.

Það er hörkuvinna að flytja, koma sér fyrir, tæma og þrífa.

Bless í bili og ég gef mér tíma að lesa ykkur öll þegar kassastússtið minnkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Zordís mín við erum á sömu skónum þessa dagana...nemaég þarf að pakka vel til að flutningurinn haldi yfir hafið.

Samt gott aðs ortera lífið reglulega og skoða hvað þar og hvað má fara. Ætla samt að bjóða hinum risastóru trjáöndum og skógardísum með mér í ferð til íslands..sjá hvernig þeim líkar hraunið og hafið.

Gangi vel elsku vinkona...þú átt heimoð þegar þú kemur yfir til heimalandsins.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 16:07

2 identicon

Flott að heyra að allt er á fullu í litlu kössunum á lækjarbakkanum og dingalingaling... gangi þér/ykkur vel - og heljarinnar knús og kossar!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 18:40

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Flutningar eru erfið hreingerning fyrir sálina. Það er bara svoleiðis. Afleiðing slíkrar hreingerningar er tær upplifun um skipulagðan og býsna góðan heim - í bezta falli. Í versta: ný hreingerning, bara aðeins seinna....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.10.2007 kl. 18:48

4 Smámynd: Hugarfluga

Bið að heilsa Ramonrestinni og sendi þér orku og árnaðaróskir með hugarflugi. Og já ... blómálfar rokka feitt!! Anna frænka heitin átti margar góðar stundir með sínum og ég held að þeir fylgi mér.

Hugarfluga, 6.10.2007 kl. 19:43

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gaman að sjá línur frá þér snillingur  Hef saknað skrifanna þinna.

Gangi ykkur vel með þetta alltsaman.

Marta B Helgadóttir, 6.10.2007 kl. 23:20

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ!! Og dingalimgaling.Til hamingju með flutninginn og nýja heimilið

Næst þegar ég flyt verður það á elliheimili...sver'ðað.

Jukkan hefur verið að sýna þér þakklæti...aldrei einu sinni heyrt að hún blómstri.

Solla Guðjóns, 7.10.2007 kl. 01:52

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Litlir kassar á lækjarbakka. Litlir kassar og dingalingaling.....þú vilt ekki heyra mig syngja meir....

Heiða Þórðar, 7.10.2007 kl. 03:56

8 Smámynd: Ólafur fannberg

er að fara að nálgast þetta stig með kassanna og hlakka reyndar ekkert til en nauðsynlegt samt

Ólafur fannberg, 7.10.2007 kl. 10:40

9 Smámynd: Elín Björk

Til hamingju með daginn elskurnar mínar, 7undi dagurinn í 7unda mánuðinum frá og með hvað? Var það í febrúar eða mars sem dagurinn var valinn? Var, er og verður fallegur dagur í minningunni þegar uppáhaldsvinkona mín játaðist manni sínum í kirkjunni í San Miguel. Vona þið takið pásu í flutningunum og skálið í gulum bubbludrykk
PappakassaKnúsSSS!

Elín Björk, 7.10.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband