Ja for helvede!

Sorry kids að ég skuli blóta á erlendri tungu .... var að tala við Germaníu í gær og gat ekki fyrir mitt litla líf sagt for helvede á þýsku.  Þannig að ég sagði bara "Sjæse" .... Sauerkraut og Bratwurst á borðum ásamt þýskum þjóðlaga"saungvum" ... Överflödende af Mósel vínum og ljóshærðum hnellnum einhleypum stúlkum. 

Gleymi því ekki þegar við vorum vinirnir saman að eta á þýskum stað þar sem grínað var með Hitler ....  mæ god Frown það var sko ekkert grín!

Í dag þá tældi ég Fjallið að altarinu fyrir nákvæmlega 2 árum.  2 heil og óslitin ár í ást og hamingju, ekki það að við vissum vel að hverju við gengum.  Búin að vera saman í 7 ár nánast alla daga og flestar nætur.

Sáttmálinn var skýr og greinilegur;

Þú þekkir mig

veist hver ég er

bannað að kvarta

kveina yfir neinu

þú gengur að mér

vísri

sannri

heilli

skilafrestur enginn er

núll

og

nix

svo þá veistu það karlinn

við altarið færðu séns

getur sagt 

Nei

og farið

segiru

Þá færðu

ótal

óteljandi 

unaðsstundir að launum

Hann sagði Já, breyttist í Fjall og er sáttur.  Allavega kvartar hann ekki enda fylgir sáttmálanum í ystu og aftur hjem.

Flutningurinn gengur vel, mjög vel þrátt fyrir að það sé mikið eftir, þá er líka mikið búið.  Ég þarf að skila af mér húsnæðinu mínu sem fyrst.  Fæ flutningamenn til að bera það þyngsta og ferja öll málverkin úr kjallaranum.

Ég er búin að velja mér stað til að vera með stúdíóið mitt, held að þetta verði gott.  Vona það af hreinu hjarta og spella svo heiminn í blikinu rétt fyrir næsta fulla tungl!

Í kvöld þá ætlum við familían að fara á Indverskan veitingastað, krakkarnir eru í fríi á morgun þannig að við ætlum að djamma og njóta tilverunnar saman.  Mamma, pabbi og amma koma með okkur svo það verður enn betra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fallegur sáttmálinn ykkar...Innilegar ástaróskir til ykkar með dassi af töfrum og tunglskini. Er allt í lagi með myndirnar þínar??  Til hamingju með Fjallið, fjölskylduna og flutninginn á nýja heimilið. Alltaf gaman að hreiðra um sig á nýjum bletti.

Knús....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 17:14

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er mjög fallegur sáttmáli og til hamingju með nýja húsnæðið knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.10.2007 kl. 17:36

3 identicon

Innilegar hamingjuóskir með þessi dos anos (two years, zwei Jahren, tvö ár... etc.) og ég þykist viss um að með sáttmálann á bakvið ykkur, þá verða þessi tvö/sjö ár að miklu fleiri og til æviloka. Þannig hljóma öll góð ævintýri, og mér finnst þú vera ævintýraleg og skemmtileg!

Gott að heyra af flutningum, og vá hvað maður kannast við draslið og verkið við að flytja heilmikið ... en ég sendi ykkur hlýja strauma.

Indverskur matur ... mmm....!!!! Bon appetit!

Knús og kveðjur og margir kossar til ykkar!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 19:56

4 Smámynd: Hugarfluga

Til hamingju með árin tvö sem eru sjö! Njótið kvöldsins í indverskum (m)unaði!

Hugarfluga, 7.10.2007 kl. 20:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með fjallið og árin saman, og þennan flotta sáttmála

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2007 kl. 20:45

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með árin tvö og sjö!  Gangi ykkur vel í flutningunum

Huld S. Ringsted, 7.10.2007 kl. 21:13

7 Smámynd: Solla Guðjóns

fjjallkona.

Solla Guðjóns, 7.10.2007 kl. 21:13

8 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Til hamingju mín kæra

Bið að heilsa mömmu þinni og pabba :)

Vatnsberi Margrét, 8.10.2007 kl. 11:07

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Innilega til hamingju með þetta alltsaman

Marta B Helgadóttir, 8.10.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband