8.10.2007 | 18:05
Spliss, splass .... best væri ....
að fara í bað ... sturta sig í framan að ofan og neðan. Reka burtu búklyktina, skrúbba hér, skrúbba þar ekki veitir af. Nú lyktar konan eins og frumkona, hin náttúrulega búkfíla gæti dregið að heilan her af g_öðum hóp af hreindýrum.
Blómahafið er komið í sinn ljósaskrúð eins og samið var um. Allir heilir eftir burðinn en það má segja að nokkur tonn af mold hafi verið flutt í leirkerum blómstrandi blóma. Hafið er grænt og vænt, iðandi af ánægðum verum sem komu í blómstrandi Jukku. Ætti helst að senda National Geografik mynd af þessari einstæðu blómstrandi Jukku, nema þetta sé ofuralgengt atriði.
Á brúðkaupsafmælinu okkar færðu foreldrar mínir og amma okkur hjónaefnum 24 hvítar rósir og börnin mín komu með búnt af gladíólum ... hreinn unaður alveg!¨
Nú þurfum við að bruna í búð og versla nauðsynjar þar sem Valencíuhérað er með löggildan frídag á morgun. Frídagurinn verður notaður til að tæma gamla húsið sem við munum skila af okkur sem fyrst. Blómstrandi kveðjur úr eldhúsinu þar sem fjölskyldan unir sér best.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Oh hvað ég öfunda þig að vera næstum búin að flytja .....allt á haus hérna megin..en framtíðin bíður og allt blómstrar þeim megin núna. Kassar og pokar fyllast óðum af dóti sem er að fara í ferðalagið.
Búkfýla er bara góð af alvöru konum.
Ekkert síðri en blómstrandi jukkur og ný bæjarstæði.
Lukka til ykkar.
Knúsikveðja
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 18:36
Njótið vel

Marta B Helgadóttir, 8.10.2007 kl. 19:25
Til hamingju með brúðkaupsafmælið ykkar elskan knús


Kristín Katla Árnadóttir, 8.10.2007 kl. 20:32
Jukku-lukku kveðjur

Solla Guðjóns, 8.10.2007 kl. 21:11
hahaha, góð!
Heiða Þórðar, 8.10.2007 kl. 23:05
Konan lyktar eins og frumkona, sendir blómstrandi kveðjur úr eldhúsinu þar sem fjölskyldan unir sér best ... veistu hvað, Zordis ... ég sendi þér blómstrandi kveðjur á móti, því í eldhúsinu uni ég mér svo vel líka. Knús og kærar kveðjur til ykkar á þessum lokastigum flutnings.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 07:48
Þú verður að setja mynd af blómstrandi Jukku langar svo að sjá :)
Vatnsberi Margrét, 9.10.2007 kl. 10:52
jamm mynd af jukkunni .. gaman að vera næstum búin að flytja
Margrét M, 9.10.2007 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.