Með og án, hingað og þangað ......

Ég sá tröll út um gluggan minn, tunglsroðin skar svip er minnti á veru af öðrum heimi.  Ég varð ósjáfrátt í hjartanu en fann að það voru viðbröð þess er einskis ann.  Hræðslan sú tindrandi tilfinning, vakti forvitni er færði mig nær.  Hver ert þú vinur kær, hvað er nafn þitt?

Í draumaheimi gerast undur ein sem fáir eða engin fær skilið ... 

Í raunheimi erum við fjölskyldan að koma okkur betur og betur fyrir í nýja heimilinu okkar og vinnustofan mín er á milli húsa.  Ég er komin með ca. 10m2 aðstöðu heimafyrir með frábæru skápaplássi til að geyma efni og svolll ... hlakka bara til að geta byrjað á ný.

Ég er búin að vera í öðrum heimi undanfarinn mánuð, búin að senda mikið af myndum á nýja staði, sofið í litlu barnarúmmi og horfið til undarlegra heima.  Setið á bakinu á risastórum hesti með þrjú augu, safnað maríuerlum og mátað hundrað skópör og ferðast til þúsund landa!  Allt á einni nóttu, geri aðrir betur.

Jæja gullin mín, ætla að skjótast í Melabúðina eins og Hugarfluga gerir oft á laugardögum.  Kaupa væna steik, gott rauðvín og meðlæti svo allt verði fullkomið.  Kveikja svo á kertum fyrir gullið mitt sem er að klára að ditta að gamla heimilinu.

Ég læt mig svífa um loftin blá

Þarf að skjótast ...

Hver segir svo að kústar séu í tísku.

Adios queridos amigitos

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið ertu dugleg Þórdís mín það búið að vera mikið að gera hjá þér já það stundum skrítið að vera í draumaheimi. Eigðu gott kvöld með gullin þínu.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.10.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 15.10.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband