lítil fegurð, stór fegurð, meðal fegurð ....

... óskapleg fegurð er þetta!

Í morgun vaknaði ég fallega, frekar þreytt en fallega.  Ég er enn marin sbr.færslu hér að neðan og uppgötvaði annan marblett sem ég finn ekki neitt til í Whistling

Spurning að fara að drekka C - vítamínbætt kampavín ..... LoL

Það er búið að vera mikið að gera í öllu og ég kom heim sátt og sæl, eitthvað svo yfirþyrmandi falleg í sinni.  Ég læt spegilinn lönd og leið, þarf ekki neitt á honum að halda.

Undir niðri

aha, it´s me .... satt

En fegurðin er afstæð og hverjum þykir sinn fugl fegurri en nokkur annar í heimi hér.  Þetta segir mér bara eitt að heimurinn er fallegur þegar við leitum inn.  Hann er fegurri en allt annað ef við kjósum að horfa á eigin flöt og skippa því sem er hinum megin hafsins eða handan hornsins.

Í dag er ég falleg vegna þess að í æðum mér rennur galdrablóð, er seitlar sig í sinni og breytist í minni hjá konunni sem lokar augunum fyrir ljótleikanum ...

Call it what you like

Lífsmottó er gleðin og sú fegurð sem býr í öllu kviku.  Sem er allstaðar í kring um okkur ef við bara "opnum augun" til að sjá í stað þess að mæna og horfa út um allt!  Að sjá er um leið sú skynjun sem við kjósum.

Í dag kaus ég fegurð vegna þess að þú átt leið og gefur frá þér eitt lítið spor er markar daginn.

FEGURÐ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Oh hvað þú ert jákvæð elskan þú er yndisleg og þú ert engill í mínum augum  mér þykir svo vænt um þig elsku Þórdís.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.10.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

ÞÚ ERT YNDISLEGUST...

..sláðu tvær hugur í einu höggi, farðu í doblaðan ljósatíma, C-vítamín í kroppinn og grillaðan rass...

Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 23:43

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

FLUGUR!

Heiða Þórðar, 15.10.2007 kl. 23:44

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Alls ekki C-vítamínbætt kampavín.C-vítamín er vont og kamðavín gott svo goggaðu para vítamínpillur með ljósálfurinn minn.

Hlakka til að heyra í þér.

Solla Guðjóns, 16.10.2007 kl. 01:12

5 Smámynd: Inga Steina Joh

Æji, já hvað það væri gott að sjá svona fallega veru í speglinum........ Jedúddamía, hún er ekki í mínum spegli! Arg, ófreskja með kvef. Held að ég fari og kaupi mér barasta nýjan spegil, því svona ófeskjur búa ekki hér.

C vítamín gott, rauður sólhattur góður,. Hjá mér virkaði vel að fá gleraugu, marblettirnir minnkuðu við það, hihi.

Knús dúllan mín.

Inga Steina Joh, 16.10.2007 kl. 06:18

6 identicon

Fegurðina nær maður stundum að sjá í öllu, en ekki nógu oft. Svo les maður falleg orð og man aftur. Í dag er Akureyri hvít og falleg ... og ég þarf að klæða mig og fara í vinnuna.

til þín

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 11:01

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það má ekki koma við mig án þess að ég fái marblett. Svo er ég búin að vera með blæðandi varir í rúma fimm mánuði. Mig hlýtur að vanta eitthvað vítamín.

Svava frá Strandbergi , 16.10.2007 kl. 23:49

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Frunsan sem er að verða til á neðri vörinni minni er undurfögur og batnar bara og verður hressilegri ef ég set á hana vítamínkrem. Þegar ég leit í sepgilinn í morgun sá ég bara ljósgræna birtu og trúi að það sé ég í dag. Ljósgræn og glöð.

Þú ert alltaf flottust Zordís mín og skrifar fallegast um hvaðeina.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.10.2007 kl. 07:32

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skólinn hefur tekið sinn tíma uppá síðkastið en námskeiðinu lýkur á morgun.

Það er c vítamín og líka b vitamin held ég sem fyrirbyggir marbletti, kannski líka e vitamin - það eru alltaf svo mismunandi ráð sem maður fær og kannski skiptir mestu að trúa á þau sjálf til að þau virki   

Marta B Helgadóttir, 21.10.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband