27.10.2007 | 11:24
Skítugar iljar og dofnar tær ...
Sko, ég er búin að vera dofin í tásunum í nánast heila viku. Spurning hvort það sé fyrirboði eins og þegar konu klægjar í lófana eða eyrun???
Þessi laugardagur birtist á notalegan máta, ég teygði mig í bókina á náttborðinu og las Erfiða tíma e.Laxnes á milli þess sem ég ýtti við lífinu í Fjallinu þar sem í glumdi hroturnar.
Ég spegla mig í kristalsljósakrónunni og finn að það er hrollur í kjéddlingunni en læt það ekki á mig fá. Mér er boðið í annað bæjarfélag í kvöld, langar að fara en á von á gestum frá öðru landi. Þau stoppa stutt og ég er búin að bjóða þeim heim.
Mikið lifandi skelfing er lífið notalegt í þeim hráleika sem það sýnir sig. Akkúrat núna langar mig að hlusta á fagra gítartóna í stað þess að heyra hávaðan frá sjónvarpi barnanna. Svo væri ég til í ilmandi eplalykt og hafa allskyns litríka ketti upp á hillu.
Nú finn ég að kerlingin er að hverfa inn í myndrænt eðli og þá er oftast best að koma sér í gallann og láta gott af sér leiða. Gott af sér leiða? Spurning hvort gott sé gott eða hvort gott sé eitthvað annað. Já, svona er þetta stundum ......
Kanski hlý sturtan og höfuðnudd lagi þessa blessuðu konu sem þarf að lesa og vinna til að standast skuldbindingar sínar.
Það er gott að vera kona, væri sennilega gott að vera karl ef kona hefði bara þekkingu til.

Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Eigðu notalega helgi skvís
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 11:39
ilmandi eplalykt og hafa allskyns litríka ketti upp á hillu i love it
Gott er gott á maeðan það er gott....Bráðum skilur þú við Laxnes karlinn.
Knús í kross
Solla Guðjóns, 27.10.2007 kl. 12:18
Lífið er notalegt, og eplalykt getur verið dásamleg ...sé hún tildæmis krydduð með kanil
Annars vona ég að þú eigir yndislega helgi! bestu kveðjur frá Akureyri, D.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 12:19
Þetta D átti náttúrlega að vera :
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 12:20
mmmm mann langar í eplaköku þegar minnst er á eplalykt :)
Njóttu helgarinnar
Vatnsberi Margrét, 27.10.2007 kl. 14:16
notalegir morgnar eru það næstum besta.
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.