5.11.2007 | 21:17
líf og tilvera eða er það vera til ...
Kóngulóarkonan ... situr með grímu fyrir andlitinu, hún er með hausverk, kanski er teygjan of stíf á grímunni, hver veit.
Eitt stk freyðiaspirín gæti verið góð lausn.
Útsýnið er það sama, fólkið það sama, og dagarnir liða og hafa liðið ótrúlega hratt undanfarna viku. Allt of hratt, fann hvernig klukkan óð áfram en ég stóð í stað. Fékk undarlega tilfinningu, fann opinberun í hjarta mér og snart streng viðkvæmni, var til að gefa allt.
3 myndir eru flognar á ný heimili og er það bara gott. Myndir sem hafa ekki náð að fara á heimasíðuna mína www.zordis.com , ég sendi gráfíska hönnuðinum línu og bað hana um að aðstoða mig tækniklaufann við að setja inn myndir og vinna við uppsetningu. Jamm eilífðar pælingar en samt enginn tími til.
Hugurinn er tómur og þá er gott að leggjast á svefnjurt og fá góðar husanir inn. Ég ætla að fara að sofa fljótlega, var að skila inn verkefnum og þarf að hafa mig alla við. Það þarf litlu að bæta við prógrammið til að hafa næg verkefni fyrir höndum.
Lífið er gott
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Gott að heyra að lífið þitt er gott, vinkona!
Vona að þú seljir billjón skrilljón myndir!
Hugarfluga, 5.11.2007 kl. 21:56
Oh, hvað er gott að finna þegar fólki virkilega finnst lífið gott, - jafnvel þó það sé með hausverk!!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.11.2007 kl. 22:03
Ég veit þér gengur vel að selja myndirnar sem eru dásamlega fallegar góða nótt Þórdís mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.11.2007 kl. 22:30
Mail ástin.
Solla Guðjóns, 5.11.2007 kl. 22:42
Listin þín er svo sannarlega þess virði að prýða góð og falleg hýbýli. Frábært að heyra að allt gengur svona vel, þrátt fyrir hausverk. Stundum getur hausverkurinn verið afleiðing af einhverju góðu.
Sweet dreams,
Sóldís Fjóla
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 5.11.2007 kl. 23:00
Gaman að heyra frá þér, hvað allt gengur vel.
Marta B Helgadóttir, 5.11.2007 kl. 23:08
Tíminn flýgur áfram, en meðan maður nær að nýta þann tíma sem við höfum í lífinu ... þá líður okkur vonandi vel. Gott að heyra frá þér. Kossar og knús í bland við aspirín og hlýtt faðmlag færðu héðan frá Akureyri!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 00:28
Lífið er gott. Þú ert betri
.
Heiða Þórðar, 6.11.2007 kl. 08:19
gott að njóta lífsins
Margrét M, 6.11.2007 kl. 10:54
Hlakka til að sjá zordisina.com
Lísa (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 12:16
lov jú tú
Sigrún, 6.11.2007 kl. 23:13
Hæ krúzlan mín! Væri til í að koma og skoða nýju heimkynnin þín og sjá hvar þú hefur vinnuaðstöðuna þína og öll listaverkin... er sko komin á flug

Vona dagurinn í dag hafi verið höfuðverkjafrír og næs.
Knús til þín sætust
Elín (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 00:47
Knús og kossar

Vatnsberi Margrét, 7.11.2007 kl. 14:45
nú þarf ég að tala við þig elsku Þórdís mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.11.2007 kl. 22:36
gangi þér vel í önnunum, það er gott, þegar það er ekki of mikið.
til hamingju með sölu, það er líka gott.
AlheimsLjós til þín suður
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.