7.11.2007 | 23:12
1 stk Hjarta og slatti af ýmsu .....
Að hræra upp í hjartanu, mynda fínlegt lag af unaðs salla, agnirnar sáldrast frá út um allt, til þín og jafnvel til baka ...... Vona svo að einhver finni fyrir látleysinu, einhver skynji fegurðina, einhver.
Fegurðin er svo afstæð að skynjun hennar er mismunandi. Að ganga nakinn upp að mitti í kyrra lind að miðnætti í fullu tungli , snerta yfirborð vatnsins, þess sama er umlykur iljar þínar er mæta hrjúfum botni heimsins.
Að ganga inn í stórri sápukúlu, velja sér baldursbrá og kaniljurt, velja sér orku og klæðast þeirri tilfinningu sem kemur við hvern hringinn sem sápukúlan veltur ... hringur, hringur ég vel einn á hvern minn fingur. Ekki hægt að segja annað en að glysgjörn, svartfjöðruð konan velur eitthvað glannalegt, eitthvað sem styrnir að heimsins álfum.
Aumt er mannshjartað, dælir lífinu áfram án þess að mæðast, stundum fæ ég verk í hjartað oftast góðan verk = góðverk.
Ég var að lesa fallega frásögn hjá bloggvinkonu minni henni Steinu sem býr í Lejre í danmörku og hvet ykkur að fara þangað og skoða hennar færslu. Ég las líka um malerklubb hjá Ingu Steinu frænku og þykir mér það frábært framtak hjá þessum hressu nýnorsku konum.
Ég er búin að vefja hjartað, langar ekki að hafa það vafið í hrjúfan glansmyndapappír. Tók utan af því um daginn og leið svo nakinni, eins og ég stæði í emjandi stórfljóti sem barðist um mig. Pakka því inn, pakka því út .... baka úr því risastóra ástarköku og bjóða öllum upp á sneið.

Hjartalöguð kaka sem gaman væri að baka. Hún Ollasak bloggvinkona ætti nú ekki í vandræðum með að töfra fram eitt stk. svona!
Annars eru líkur á því að Glútenóþol hrjái kerlinguna og gætir hún hófs í öllu vali. Var að lesa mér til um slíkt á frábærri spænskri heimasíðu og sé að til er líf eftir uppgötvun óþols á glúteni. Er sem dæmi búin að lagast í húðinni, hjartanu og búin að léttast. Eitt af því sem pirrar mig NOT .....
Kominn tími á að fara í rjúkandi bubblandi heitan pottinn, eða kasta sér upp í rúmm með smásögu eftir Svövu Jakobs ..... er í vafa hvort ég eigi að velja NOT ..... Er ekki steingeit fyrir ekkert!
Góða Nótt elskurnar mínar
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þú ert líka skáld Þórdís. Það er kveðja til þín inn á ath.semdum á blogginu mínu. Þar sem þú skrifaðir í gær. Góða nótt.
Bergur Thorberg, 7.11.2007 kl. 23:25
Góða nótt elsku Þórdís þú er yndisleg og spes dreymi þig vel hjara kúss til þín góða kona.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.11.2007 kl. 23:29
Æjj elskan mín það fyrsta sem ég sá var hjartakakan.Fékk mér sneið og unaðssalli hrýslaðist um mig.....
Sofðu vel
Solla Guðjóns, 7.11.2007 kl. 23:54
Ég er með góðan verk í hjartanu eftir þennan lestur
Kristín Erla Kristjánsdóttir, 8.11.2007 kl. 00:20
Leit við og naut lestursins. Yndislega skáldleg og falleg skrif ljúfa kona
Marta B Helgadóttir, 8.11.2007 kl. 08:52
þú ert svo frábærlega yndislegur penni að það hálfa væri mikið ..
Margrét M, 8.11.2007 kl. 09:15
Kakan er æði, en sem betur fer er hún bara á myndinni. Glútenóþol er ekkert grín þegar maður þarf að neita sér um svona fínerý. Ég þarf nefnilega líka að passa línurnar....hehe. Og það er gott mál!!!!!
Skáldlegu ertu, hvernig þú getur vafið inn þessu neikvæða og gert það sjarmerandi, þú færð sko knús og fullt af rauðum rósum fyrir það.
Hjartað er með í spilinu....engin spurning.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 8.11.2007 kl. 09:16
Yndislega skáldleg og falleg færsla. Þú ert örugglega með hjartað á réttum stað.
Svava frá Strandbergi , 8.11.2007 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.