Mér var hrint af hrekkjusvíni ....

... ósýnilegu hrekkjusvíni.

Konan gekk svartklædd, ótrúlega róleg að dunda sér við setja lykla á lyklakippu vinafólks míns.  Ég hef verið að stússa í ýmsu og eitt leiddi af öðru.

Eitthvað var ég utan við mig og veit ekki fyrr en ég PLAFFA í götuna.  Gleraugun mín hinum megin göngustígarins og hummerlyklarnir ennþá í loftinu. 

Hvað gerðist ????

Lítið útlenskt karlmannsandlit kom askvaðandi og bað um að fá að hjálpa mér, ég var svo ringluð að ég horfði í lítil og kramin augu sem voru full samúðar.  Hann var búinn að ná í gleraugun og greip lyklana mína og studdi konukroppinn á fætur.  Ég er aum í fæti, með hrúður á vinstra hné og svo sé ég til með Fjallaskoðun síðar í kveld.

Ósýnilegur hrekkjalómur ýtti mér ( er eiginlega alveg viss um það) og vængirnir tóku ekki við sér.  Töluvert af fiðri lá allt um kring og þakka ég það englunum sem hafa komið aðsvífandi til að bjarga mér.

Það er náttúrulega ekki beint gefandi að ætla að hætta að ganga niður stiga á miðri leið niður.  Þetta var nú ljóti "niðurgangurinn" hjá mér, verð bara að segja það.

Það er eitt að fá góðverk í hjartað og verk undir axlarspjöldin þótt kona taki ekki upp á því að fljúga innan um blákalda og spólgraða iðnaðarmenn ..... ( hljómar ýkt .... en konurnar á hringtorgunum eru ekki að selja vatn eins og margir halda )  ......

puff

Eftir svona dag þarf kona að hvíla sig

Það er búið að vera yndislegt veður .... ég fann réttu garðhúsgögnin þar sem mín gömlu voru allt of stór á veröndina .... og svo voru eitt stk. hreyndýrafiltershorn keypt með bjöllum á og sonarkrúttið hljóp út um allt eins og eitt stk. hreindýr!  Ekki frá því að bjölluhljómurinn hafi lyft konu á hærra plan eftir niðurganginn ......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hvíldu þig, krúttið mitt....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.11.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Það  tekur á að flytja og allt það sem því fylgir, eins gott að hvíla sig.  Og eiga sæta drauma, vona að þú jafnir þig í fætinum og hnénu. Úff....þetta hefur verið dálítið hörð lending.

Sóldís Fjóla

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.11.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Öllum niðurgangi fylgir uppgangur

Solla Guðjóns, 15.11.2007 kl. 01:37

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Heilunarstraumar til þín og þakklætisstraumar til enga þinna :)

Svo bara hafa trölla trú á að "falla er faraheill"

Vatnsberi Margrét, 15.11.2007 kl. 10:09

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ elsku Þórdís mín....ég gat nú ekki annað en skellihlegið eins og spólgraður iðnaðarmaður þegar ég las um þennan magnaða niðurgang þinn og fjaðrakusk allt um kring. Þú ert bara yndislegust...og verði þér að góðu í kroppnum sem fyrst.

Knús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband