Þegar ég vaknaði þá var föstudagur ....

Langar að breyta til.  Þó ekki neitt nýtt því hér snúast breytingar um hárprýði á höfði. Kanski að Friðrikka fái smá lyftingu, nokkuð ýkta túperingu eða að hún ákveði að fara í O.Connor lúkkið.

"En svona bæ ðe vei.  Í dag er fimmtudagur, í allan dag!  Dagur sem dettur út í manneskjunni er sannarlegur lukkudagur!  Ég hef haft svo sérkennilega tilfinningu undanfarið og ætla að láta reyna á lukkudísirnar mínar.  Má vera að í dag sé frídagurinn þeirra, þær safni kröftum fyrir helgina ......."

Hvernig líst ykkur á þennan?

Crimson hot rauður

Djarft val að fara út í svona lit þegar kona er með lítt áberandi hárgreiðslu.  Fellur inn í hópinn og er á sínum þægindapunkti, seif og sæl.

Útkoman gæti orðið eitthvað á þessa leið;

null

Red hot chilly hair

Einhverja breytingu á við þessa langar mig í .... hummmmm, verða svo ástfangin og líða inn í nóttina.  Stíga á Fjallbreiðuna og umvefja mig ást hans í það óendanlega.  Þakka fyrir mannlegar þarfir og njóta hverrar stundar sem okkur er gefin. Í lífinu er ekkert sjálfgefið svo ég ætla að þiggja það sem gefur tilverunni lit.

Alein
Rautt er liturinn fyrir helgina

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún

Ég hélt líka í morgun að það væri FLÖSKUDAGUR en nei nei illa svikinn þar eða hér

en það verður bara gaman þegar hann rennur upp á morgun eigðu góðan fimmtudag elsku dúlla mín

Sigrún, 22.11.2007 kl. 08:37

2 identicon

það var föstudagur hjá mér í gær! Skrítið! og enn skrítnara að ég er með rautt í pensli, að vísu er það pensill í tölvunni en kemur út á eitt fyrir mig.

Svona erum við nú samtaka þegar við tökum okkur til stelpur mínar. Ha! -og svo málum við auðvita bæinn rauðan - einhvernvegin er allt rautt núna!

Þú verður flott rauðhærð. Föstudagur til lukku

Lísa (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 09:05

3 identicon

Já, ég ætla að gera rautt hár á stelpuna sem er hálf vakin til lífsins á striganum heima!  Svo nýja jóla jóla myndin ...

rauðhærða zordisin (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 09:19

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Rautt er flott :)

Vatnsberi Margrét, 22.11.2007 kl. 09:27

5 Smámynd: Margrét M

Liturinn sem þér líður best með er liturinn þinn ...  hefði sko verið til í föstudag í dag

Margrét M, 22.11.2007 kl. 09:28

6 identicon

Þetta er greinilega gangandi, því vinnufélagar hér voru að tala um að þeim fyndist eins og það væri föstudagur í dag En mikið rosalega ertu flott á Red Hot Chilly Hair myndinni.... kossar og knús

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 10:23

7 Smámynd: Elín Björk

Rautt fer þér nú ógó pókó vel snúllan mín!  En svakalegt pullustuð er búið að vera í gangi hér á síðunni!!
Hjá mér er næstum föstudagur, trabajo en casa manana
Knús í krús

Elín Björk, 22.11.2007 kl. 17:43

8 Smámynd: Hugarfluga

Rómantíska rósrauða Þórdís.

Hugarfluga, 22.11.2007 kl. 21:56

9 identicon

píkusögur birtast hér

á því er engin vafi

píku áhugi er hjá mér

þó ég enga hafi

el ALTO (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband