9.4.2006 | 09:58
Madonna í stofunni
Það jafnast ekkert á við stórstjörnuna Madonnu. Hún er í senn stórglæsileg, fjölhæf og uppátektarsöm. Núna er stelpan að syngja fyrir mig í stofunnu.
Á efri hæðinni er ektamaðurinn að hanna tónlist og úti á götum litla bæjarins okkar eru trumbu og trompet leikarar að æfa sig fyrir páskahátíðina. Alltaf gaman á páskunum!
Þetta árið höfum við þurft að þola strangar æfingar frá því í janúar. Það verður að segjast að æfingin skapi meistarann því þetta er komið í flottan búning hjá þessum elskum. Vona að æfingarnar byrji síðar og í öðru hverfi á næsta ári :)
Brakandi blíða og útivera framundan ......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.