krummi krunkar úti ...

... kallar á nafna sinn ...

Elska þetta alveg í ræmur!  Góð vinkona gaf mér spiladós með laginu um krumma og ég trekki dósina upp og læt mig dreyma um krumma og kóngulærnar, um kisurnar og krabbaklær!

"Set inn surprise hér á eftir"

(ég að öllum líkindum á nærjunum)

LoL

Ungherrann er í baði og hefur fengið skrúbb og hárþvott og bíður þess að verða tekinn uppúr og settur í náttfötin.  Hann á að fara snemma að sofa í kvöld þar sem aðlögun að eðlilegu lífi hófst í morgun.  Það var notalegt að fara og sinna sínu í morgun og heilsa uppá fólk.  Ég ætla hins vegar ekki að deila við það um neinn hvað er notalegt því við erum misjöfn eins og við erum mörg!

 

Ástarhjólið

Ég tók séns í lífinu og fann litinn minn.  Léttur snúningur í hjóli ástarinnar getur margborgað sig.  Að gera það sem okkur þykir best, að finna það sem er fallegast og njóta til fullnustu þess er kemur.  jafnvægið er að sjálfsögðu langsamlega happasælast, er það ekki?

Litlu krúttin mín eru komin í háttinn, klukkan er gengin í 2200 og best að gera eitthvað sniðugt.  Fín mynd í sjónvarpinu, ómálaður strigi og heilt kvöld með Fjallinu ................

Ást í poka sem ekki má loka 

 (p.s. þið sem eruð að bíða eftir pöntun á flísum þá er ég að vinna í því og mun senda sýnishorn í vikunni.......er komin með nokkrar en ætla að bæta smá í)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mér finnst líka gott að fá daglega lífið inn á heimilið !

er búinn að horfa á góða bíómynd

ætla núna að kíkja á ykkur bloggvini

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég elska reglusemi, kærleik, umhyggju, virðingu, rúmið mitt, eiginmanninn, börnin, foreldra mína ofl. fol.  fallegt ástarhjólið.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 21:48

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æijá það er ósköp gott þegar lífið fer aftur í sinn eðlilega farveg eftir svona frí en mikið er nú samt erfitt að koma því í réttan farveg

Huld S. Ringsted, 7.1.2008 kl. 23:38

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Haha já þetta er allt að koma  sjáðu ég í tölvunni eftir miðnætti......það er upp á halds tíminn minn.

Ertu enn í næsum

Solla Guðjóns, 8.1.2008 kl. 00:04

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 01:39

6 identicon

Ji! hvað þú átt æðislega vinkonu!  elsk'ana líka. Krúnk,krúnk.

Ég er komin á rétt ról, vakna ógeðslega snemma. Minn litur þessa dagana er sko rauður. 

Libba á Norðurbryggju (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 04:47

7 identicon

Ég fann höfuð af hrúti

Hrygg og gæruskinn

Bryndís R (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 14:46

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála þér það er ósköp gott þetta venjulega . ég elska krumma líka. Eigðu gott kvöld með fjölskyldunni

Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2008 kl. 16:51

9 identicon

Sæl, ég hef verið að leyta af spiladós með þessu frábæra lagi, ekki er möguleiki að þú vitir hvað vinkona þín fékk þetta djásn?

 Kveðja

Rakel (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband