Krassa inn í kaldan raunveruleikann .....

Af hverju vaktiru mig mamma, ég var að fljúga með Harrý Potter sagði Júníorinn við mig í morgun ...  Góð spurning???  Af hverju fáum við ekki bara að gera það sem við viljum.  Pjúff hvað lífið væri mikil óregla ef allir gerðu bara alltaf það sem þeir vildu.

Lög og reglur, agi og aðhald er það sem heldur okkur gangandi þ.e. okkur flestum.

Í morgun lá leið í réttarsalinn, mín beið kvíðafull yfirheyrsla.  Ég var kölluð fyrir sem vitni vegna atburðar sem átti sér stað fyrir rúmu ári síðan.  Og, nú var komið að því.  Fór í virðuleg föt, greiddi mér og setti glamúr varalit á varir mínar sem var algjört aukaatriði í raun því ekki leið mér betur.  Hefði getað staðið eins og vænsta jarðaber á skinnin einu saman.

Engin rómantík hérna
Af misjöfnu þrífst mannfólkið

Ég átti tal við andana mína og fann fyrir ró þegar leið á morgunin, ég hafði beðið um að þurfa ekki að horfa framan í gerendur glæpsins en hætti við það þegar að neyðarstundu kom.  Ég virti fyrir mér 3 karlmenn sem brutu lögin og gerðu alfarið það sem samviska þeirra leyfði.  Ég fylltist sorg vegna bakgrunns viðkomandi, vegna aðstandenda og vegna ljótleikans sem býr í heiminum.

3 klukkustundir í bið í sama herbergi og 3 fangelsaðir glæpamenn og dómnum varð frestað þar sem 1 lögreglumanna lá veikur og annar er gekk frjáls mætti ekki fyrir dóm.  Ég verð vonandi rólegri næst þegar ég mæti ef ekki þá er bara replay á tilfinningaskalann.  Alltaf erum við að ganga í gegn um raunir af ókunnugum toga.  Við erum vonandi að vaxa í einhverjum skilningi en það er lífsreynslan okkar. 

Allir heilir og sælir og "vinir" mínir 3 voru sendir í fangelsi þangað til dómstóll verður tekinn upp á ný fyrstu vikuna í febrúar

Já, stelpan er að gera sitthvað og ég held ég þurfi að kasta mér á jörðina og grípa í eitthvað sem ég þekki ....  það er óhætt að bleika skýjið mitt hélt mér ekki uppi heldur náði ég að krassa á kalt malbikið þegar raunveruleikinn brá sér í kalt holfið.

Eins og Hemma Gunn einum er lagið, verið hress, ekkert stress .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef enga skoðun á henni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.1.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Réttarhöld hljóta að vera erfið, hef sloppið við svoleiðis hingað til.  Vona að þetta taki enda fljótt.  Kær kveðja til þín mín kæra.  Bið að heilsa Harry Potter

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 20:59

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elsku Þórdís mín það Já það erfitt að standa í svona löguðu gangi þér vel ljósið mitt

Kristín Katla Árnadóttir, 9.1.2008 kl. 21:33

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Úff, þetta hefur nú ekki verið auðvelt

Varstu virkilega látin bíða í þrjá klukkutíma í sama herbergi og mennirnir sem þú varst að vitna gegn?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 10.1.2008 kl. 03:06

5 identicon

Lífið væri bara skemmtilegra ef allir gerðu einmitt það sem þeir vildu og mikið vildi ég að allir gætu það. (auðvita innan lagarammans  Reglur, agi og aðhald - eru það ekki skoppandi og hoppandi hugtök...

... allt hefur sinn tíma... gengur bara betur næst... en þér veitir ekki af knúsi núna.

Vonandi hittir þú fullt af knúsurum í dag.
Tek undir með Hemma og þér... ekkert stress, vertu hress.. og bless

Hjartadrottningin (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 06:46

6 Smámynd: Margrét M

úff ég væri heldur betur stressuð ef ég þyrfti að bera vitni ... þú ert ekki öfundsverð af því ... en gangi þér vel með það ..

Margrét M, 10.1.2008 kl. 08:57

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sveipaðu glæponana bara með einhverju tindrandi bleiku og brostu með sjálfri þér að þessari kvikmynd sem lífið býður þér uppá núna..svo þú megir breikka reynsluheim þinn og upplifanir.

Knús og kremj...skil vel soninn. Agalegt þegar manni er kippt til jarðar út úr andlegum ævintýrum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.1.2008 kl. 11:32

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel kæra kona, sem talar við andana ´húsi andanna. það er gott fyrir fólk að borga tl baka í þessu lífi, en ekki seinna.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 12:16

9 identicon

Knús á þig mín yndiskæra! Ferlegt að fá svona frestun eftir 3ja tíma bið
Það gengur vonandi hraðar næst.
Annað knús

Vinnumærin (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:02

10 Smámynd: Solla Guðjóns

æj ástin segi nú bara eins og hjartadrotningin og sendi svona knús

Solla Guðjóns, 10.1.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband